Brynjar Níelsson, lýðræðið og nýja stjórnarskráin

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

21/10/2013

21. 10. 2013

Brynjar Níelsson segist ekki ætla að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýja stjórnarskrá af því að honum finnst að „tillögur stjórnlagaráðs [séu í] heild sinni vondar og til skaða fyrir íslenskt samfélag.“ Athugasemd: Brynjar er ósáttur við tillögurnar og þá til helvítis með lýðræðið? Til hvers að kjósa yfirleitt um hluti þegar við getum bara spurt […]

Brynjar Níelsson segist ekki ætla að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýja stjórnarskrá af því að honum finnsttillögur stjórnlagaráðs [séu í] heild sinni vondar og til skaða fyrir íslenskt samfélag.

Athugasemd:
Brynjar er ósáttur við tillögurnar og þá til helvítis með lýðræðið? Til hvers að kjósa yfirleitt um hluti þegar við getum bara spurt Brynjar?

Brynjar Níelsson segir að stjórnlagaráð hafi verið skipað af pólitískum meirihluta Alþingis og tillögur þess báru keim af því“.

Athugasemd:
Man Brynjar að það var kosið til stjórnlagaþings og nákvæmlega sama fólk var síðan skipað í stjórnlagaráð? Hvernig fór pólitískur meirihluti á Alþingi að því til að fá almenning til að kjósa þetta fólk?

Brynjar Níelsson segir að þátttakan hafi verið „svo dræm að niðurstaðan teljist var marktæk.“

Athugasemd: 
a) Gengur ekki lýðræði út á það að meirihluti almennings, sem nennir á kjörstað, ræður?
b) Hversu mikil þarf þátttaka að vera í kosningum svo það þóknist þingmanninum að taka mark á þeim?
c) Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslum er oft dræm en það skiptir ekki máli út af a) og b).

Vitaskuld er nýja stjórnarskráin ekki fullkomin frekar en önnur mannanna verk. Jafnvel langt frá því? Málið er að íhaldsmenn virðast ekki hafa neinn áhuga á því að breyta stjórnarskránni, sérstaklega ekki ef almenningur fær að segja sína skoðun.

Hvernig væri bara að kjósa um þessa blessuðu stjórnarskrá á þingi og fella hana þá með málefnalegum rökum? Þá kæmi nákvæmlega í ljós hverju þyrfti að breyta og hvaða hagsmuni þingmenn eru að verja.

Sjá nánar:

Deildu