Hey, ég ætla að samþykkja þetta en er samt ótrúlega ósammála

Logo

Matthías Freyr Matthíasson

Matthías Freyr Matthíasson, oftast nær kallaður Matti Matt, er fæddur 1980 og er uppalinn á Akranesi og starfar hjá Reykjavíkurborg. Faðir stúlku sem er 7 ára gömul. Áhugamaður um baráttu gegn einelti, pólitík, trúmál, mannréttindi. Meðlimur í Bjartri framtíð og formaður ÍTH, Íþrótta og tómstundanefndar í Hafnarfirði Netfang: matti@skodun.is

11/03/2013

11. 3. 2013

Almenningur kaus 63 einstaklinga árið 2009 til þess að leiða þetta land og margir kröfðust þess að gerðar yrðu breytingar á stjórnarskránni. Sá skrípaleikur sem á sér stað á alþingi í dag,  en þar á ég við vantrauststillögu Þórs Saari þingmanns Hreyfingarinnar, mun varla bæta traust almennings á stjórnmálamönnum sem nú þegar er í sögulegu […]

Stjórnarskrá ÍslandsAlmenningur kaus 63 einstaklinga árið 2009 til þess að leiða þetta land og margir kröfðust þess að gerðar yrðu breytingar á stjórnarskránni. Sá skrípaleikur sem á sér stað á alþingi í dag,  en þar á ég við vantrauststillögu Þórs Saari þingmanns Hreyfingarinnar, mun varla bæta traust almennings á stjórnmálamönnum sem nú þegar er í sögulegu lágmarki.  Liðsmenn Hreyfingarinnar sem voru kosnir inn á þing undir nafni Borgarahreyfingarinnar buðu sig fram til að breyta stjórnmálaumræðunni á Íslandi. Þingmenn Hreyfingarinnar lofuðu að stunda aðra pólitík og batt ég miklar vonir við að þeir myndu standa við orð sín.

Kannski lítur Þór Saari svo á að hann þurfi ekki að standa við loforð Borgarahreyfingarinnar?

En með þessum afleik sínum hefur Þór gefið sjálfstæðismönnum tækifæri til þess að vera í mótsögn við sjálfa sig sem er svo sem í góðu lagi.

Greinargerð með tillögu Þórs hljóðar svo:

 „Sú vantrauststillaga sem hér er lögð fram beinist gegn ríkisstjórninni þar sem hún situr í umboði meiri hluta þingsins, en þingið getur ekki afgreitt frumvarp til stjórnarskipunarlaga byggt á þeim drögum sem samþykkt var að leggja til grundvallar nýrri stjórnarskrá og samþykkt voru með yfirgnæfandi meiri hluta í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012.

Lýðræðisumbætum sem lofað var í aðdraganda kosninga hafa ekki séð dagsins ljós og enn er við lýði ójafn kosningarréttur eftir landshlutum, ójafnrétti í fjármálum stjórnmálaflokka og skortur á persónukjöri og beinu lýðræði.

Með hliðsjón af því grundvallaratriði í lýðræðisríkjum að allt vald komi frá þjóðinni virðist ríkisstjórnin ganga í berhögg við augljósan vilja þjóðarinnar um nýja stjórnarskrá. Slíkri ríkisstjórn er eðli málsins samkvæmt ekki stætt að vera við völd og ber því að fara frá. Lagt er til að fram að kjördegi sitji ríkisstjórn skipuð fulltrúum allra flokka á þingi í stað þess að fráfarandi stjórn sitji sem starfsstjórn fram að þeim tíma. Með því eru meiri líkur á að sátt náist um mál sem varða hagsmuni þjóðarinnar.“

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að styðja tillöguna. Sami flokkur og hefur allt kjörtímabilið neitað að  gera breytingu á stjórnarskránni, talað niður stjórnlagaráð, talað niður þjóðaratkvæðisgreiðsluna, stundað málþóf og talað um ,,hið svokallaða“ hrun. Sá flokkur ætlar að styðja vantrauststillöguna og sama má segja um Framsóknarflokkinn.

Hafa þessir flokkar ekki kjark í að leggja fram tillögu sjálfir og þá út frá öðrum verkum ríkisstjórnarinnar?

Deildu