Vantrauststillaga Þórs Saari á ríkisstjórnina var glórulaus og stuðningur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins við hana óskiljanlegur. Enda var tillagan borin fram „vegna þess að stjórnarmeirihlutinn hefur svikið það loforð og það ferli sem var í gangi til að færa þjóðinni nýja stjórnarskrá, stjórnarskrá sem þjóðin hafði áður samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu að hún vildi.“
En fyrirsjáanleg lending stjórnarinnar í stjórnarskrármálinu er líka óskiljanleg og jafnvel glórulaus. Eins og ég hef áður sagt þá er ekki hægt að semja um nýja stjórnarskrá við fólk sem vill ekkert með hana hafa.
Eina færa leiðin er að þingið kjósi á þessu þingi um nýja stjórnarskrá. Afstaða þingmanna þarf að vera skýr og ljós fyrir kosningar. Ég sætti mig mun betur við að ný stjórnarskrá verði felld fyrir opnun tjöldum en að hún verði kaffærð inn í luktum reykfylltum herbergjum inn á Alþingi. Ég endurtek að það verður aldrei sátt um nýja stjórnarskrá. Ekki nema að Sjálfstæðisflokkurinn og aðrir íhaldsmenn hverfi af yfirborði jarðar.