Hræðsla við nýja stjórnarskrá er byggð á ótta um að missa völd

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

23/09/2012

23. 9. 2012

Ég held því fram að þeir stjórnmálamenn, og aðrir áhrifamenn,  sem vilja fella tillögur stjórnlagaráðs eða draga úr kjörsókn í komandi kosningum séu hræddir við breytingar. Þeir óttast að missa völd, þeir hafa eitthvað að fela. Ég hef ekki enn séð nein málefnaleg rök gegn tillögu stjórnlagaráðs. Frumvarp til nýrrar stjórnarskrár getur aldrei verið þannig […]

Ég held því fram að þeir stjórnmálamenn, og aðrir áhrifamenn,  sem vilja fella tillögur stjórnlagaráðs eða draga úr kjörsókn í komandi kosningum séu hræddir við breytingar. Þeir óttast að missa völd, þeir hafa eitthvað að fela. Ég hef ekki enn séð nein málefnaleg rök gegn tillögu stjórnlagaráðs. Frumvarp til nýrrar stjórnarskrár getur aldrei verið þannig að allir verði fullkomlega sáttir við allt. Sem betur fer höfum við flest ólíkar skoðanir á ýmsum málum. Í meginefnum eru tillögur stjórnlagaráðs mjög góðar og það yrði til skammar yrði hún felld í kosningum.

Þeir stjórnmálamenn sem reyna að gera frumvarp að nýrri stjórnarskrá að einhverju pólitísku bitbeini ættu að skammast sín. Stjórnlagaráð var skipað af fólki úr öllum flokkum og þetta ólíka fólk náði breiðri samstöðu. Þann 20. október fá Íslendingar í fyrsta sinn að kjósa um tillögur að nýrri stjórnarskrá. Ég efast um að mikilvægari kosningar hafi verið haldnar. Ég skammast mín líka fyrir fólk sem ætlar að sitja heima. Það fólk hlýtur að vera búið að gleyma því að lýðræðið er ekki sjálfsagt.

Sjá nánar:
Hugleiðingar um kosningu um stjórnarskrá 20. október 

Deildu