Örræða flutt á Menningarhátíð Siðmenntar 21. september 2012
Kæru áheyrendur
Því er stundum haldið fram að trúlausir húmanistar eins og ég séum kaldir og lausir við allra undrun.
Að við skynjum ekki fegurðina í lífinu.
Því langar mig til að nota tækifærið hér og segja ykkur hvað mér þykir tilveran stórkostleg.
Ég ætla að taka eitt lítið dæmi, sem reyndar er stórt. Ég ætla að ræða um alheiminn.
Alheimurinn er í senn mikilfenglegri, meira töfrandi og ótrúlegri en flest það sem hefur verið skrifað um í vísindaskáldsögum eða trúarritum.
Þegar ég les mig til um þá þekkingu sem við mennirnir höfum safnað að okkur finn ég fyrir einhverju.
Einhverju sem ég get varla líkt við annað en það sem sumir kalla trúarlega eða andlega upplifun. – Leyfið mér að útskýra.
Líklegast eru um 100 til 170 milljarða stjörnuþoka í alheiminum og við tilheyrum einni þeirra. Svokallaðri Vetrarbraut. Hver stjörnuþoka er svo samansafn af mörg hundruð milljörðum stjarna.
Talið er að í okkar stjörnuþoku séu eitthvað á milli 200 til 400 milljarða stjarna.
Ein þeirra „svífur“ um í frekar ómerkilegu úthverfi Vetrarbrautarinnar og kallast Sólin. Þessi lítilfjörlega stjarna er lífsgjafi okkar allra. – Án hennar værum við ekki hér.
Enn sem komið er vitum við tiltölulega lítið um hinar 300 sextillion „sólirnar“ sem vísindamenn hafa komið auga á. Hvað er 300 sextillion kann einhver að spyrja?
300 sextilljón er talan þrír með 23 núllum fyrir aftan. Það er auðvitað ekki hægt að skilja svona tölur.
Vísindamaðurinn Carl Sagan kom þó eitt sinn með ágætis útskýringu. Hann benti á að í einu handfylli af sandkornum væri að finna um það bil 10 þúsund sandkorn.
En við mennirnir getum einmitt séð um það bil 10 þúsund stjörnur með berum augum þegar við lítum upp til himins.
Fjöldi stjarna í alheiminum öllum er hins vegar mun meiri en fjöldi allra sandkorna sem eru að finna á öllum ströndum allt í kringum um Jörðina. Merkilegt ekki satt?
Fríþenkjarinn og mannvinurinn Thomas Paine, sem fæddist árið 1737, er ein mín helsta fyrirmynd af mörgum ástæðum. Barátta hans fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralagi á 18. öldinni hefur haft mikil áhrif á mig.
Paine var Deisti en trú Deista byggir á þeirri hugmynd að guð hafi skapað heiminn en skipti sér ekki af honum lengur.
Thomas Paine sagði að eina leiðin til að kynnst guði, sé hann þá til, sé í gegnum verk hans. Það er með því að skoða náttúruheiminn með vísindi og rökhugsun að vopni. Því ólíkt trúarritum er ekki hægt að falsa veröldina.
Veröldin er eins og hún er, hvort sem við mennirnir skiljum hana eða ekki.
Og kæru vinir.
Veröldin er stórkostleg.
Takk fyrir mig.