The Christ Conspiracy – The Greatest Story Ever Sold
Eftir: Acharya S (D. M. Murdock)
Umfjöllun:
Áhugaverð og mjög umdeild bók um uppruna kristinnar trúar. Í bókinni er því haldið fram að kristin trú sé byggð aldagamalli sólardýrkun og stjörnuspeki. Fjallað er um goðsöguna um Jesú Krist og hvernig hún tengist eldri goðsögum. Þannig virðist líf, kraftaverk og boðskapur Jesú vera byggður á mun eldri goðsögum um aðra frelsisguði (guði sem dóu fyrir syndir mannanna).
Dæmi um frelsisguði:
Osiris (Egyptaland ca. 1700 f.o.t.)
Bel (Babílónía ca. 1200 f.o.t.)
Atys (Phrygia ca. 1170 f.o.t.)
Themmuz (Sýrland ca. 1160 f.o.t.)
Dionysus (Grikkland ca. 1100 f.o.t.)
Krisna (Indland ca. 1000 f.o.t.)
Hesus (Evrópa ca. 834 f.o.t.)
Indra (Tíbet ca. 725 f.o.t.)
Bali (Asía ca. 725 f.o.t.)
Iao (Nepal ca. 622 f.o.t.)
Alcestis (Pherae ca. 600 f.o.t.)
Quexalcote (Mexico ca. 587 f.o.t.)
Wittoba (Travancore ca. 552 f.o.t.)
Prometheus (Grikkland ca. 547 f.o.t.)
Quirinus (Róm ca. 506 f.o.t.)
Mítra (Persía ca. 400 f.o.t.)
Jesú Kristur (Róm 325 e.o.t.)