Physics of the Impossible – Michio Kaku

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

11/07/2008

11. 7. 2008

Eðlisfræðingurinn Michio Kaku er hvað þekktastur innan vísindaheimsins fyrir framlag sitt til strengjafræðinnar (e. string theory). Strengjafræði er tilraun vísindamanna til að sameina kenningar á borð við skammtafræði (e. quantum theory) og afstæðiskenningu Einsteins (e. Theory of relativity). Markmið strengjafræðinnar er að útskýra fjögur þekkt öfl heimsins. Þ.e. þyngdaraflið, rafssegulkraftinn, veika kjarnakraftinn og sterka kjarnakraftinn […]

Eðlisfræðingurinn Michio Kaku er hvað þekktastur innan vísindaheimsins fyrir framlag sitt til strengjafræðinnar (e. string theory). Strengjafræði er tilraun vísindamanna til að sameina kenningar á borð við skammtafræði (e. quantum theory) og afstæðiskenningu Einsteins (e. Theory of relativity). Markmið strengjafræðinnar er að útskýra fjögur þekkt öfl heimsins. Þ.e. þyngdaraflið, rafssegulkraftinn, veika kjarnakraftinn og sterka kjarnakraftinn (e. gravitational force, electromagnetic forece, weak nuclear fore and strong nuclear force) í eina kenningu.

Kaku hefur skrifað margar skemmtilegar bækur um vísindi ætlaðar almenningi. Nýjasta bókin hans kallast „Physics of the Impossibleeða “Eðlisfræði hins ómögulega” og er óhætt að mæla með henni. Í bókinni fjallar Kaku um hvert vísindaþekking gæti leitt okkur á næstu árum og jafnvel á næstu árþúsundum. Kaku bendir á að hugmyndir á borð við tímaferðalög, fjarhrif, hugsanalestur, ferðalög til fjarlægra sólkerfa eða jafnvel ferðalög til annarra vídda séu ekki aðeins að finna í vísindaskáldsögum. Hann fullyrðir að furðulegustu hugmyndir vísindaskáldsagna geti einhvern tímann, jafnvel í náinni framtíð, orðið að veruleika.

Physics of the Impossible er ótrúlega áhugaverð bók fyrir forvitið fólk og þá sem hafa áhuga á vísindum og vísindaskáldskap. Mikilvægt er að taka fram að bókin er skrifuð á mannamáli. Lesandinn þarf ekki að hafa gráðu í stjarneðlisfræði eða vera góður í stærðfræði til að skilja og hafa gaman af þessar bók.

Deildu