Nei ráðherra er nýr útvarpsþáttur sem hefur göngu sína á Útvarpi sögu í dag klukkan 17:00. Stjórnendur þáttarins eru undirritaður ásamt þeim Hauki Erni Birgissyni og Hinriki Má Ásgeirssyni. Meginþema þáttarins verður að fjalla um þjóðfélagsmál útfrá hugsjónum og ekki síður hugmyndafræði. Rætt verður við áhugaverða einstaklinga sem hafa sterkar skoðanir á þjóðfélagsmálum og þeir spurðir um hugmyndafræði sína og baráttumál. Fyrsti viðmælandi okkar verður Hannes Hólmsteinn Gissurarson en eins og landsmenn vita er hann þekktur fyrir umdeildar skoðanir.
Upptaka: Hannes Hólmsteinn í Nei ráðherra