Bjarni Ben og þjóðarviljinn

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Ef formaður Sjálfstæðisflokksins væri samkvæmur sjálfum sér myndi hann vilja að Alþingi samþykkti nýja stjórnarskrá. Bjarni Benediktsson telur nefnilega að Alþingi eigi að taka ákvörðun um mikilvæg mál hafi þingið „skýrt lýðræðislegt umboð frá þjóðinni.“ Bjarni segir að það eina sem þurfi sé „skýr þjóðarvilji“ sem ekki verður fenginn „nema með þjóðaratkvæðagreiðslu“. Hér gætu margir haldið að hann væri að …

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki við völd en stjórnar samt

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Staðreynd 1: Það er meirihluti fyrir því að samþykkja drög að nýrri stjórnarskrá á þingi. Staðreynd 2: Mikill meirihluti þeirra sem kusu um drögin í þjóðaratkvæðagreiðslu vilja að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Staðreynd 3: Fulltrúar núverandi stjórnarflokka hafa ítrekað sagst ætla að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Sama má segja um fulltrúa Hreyfingarinnar og flesta þeirra …

Meirihluti þingmanna styður nýja stjórnarskrá

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Ef marka má vefsíðuna 20.oktober.is þá styðja 32 af 63 þingmönnum nýju stjórnarskránna. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum úr heimi stærðfræðinnar þýðir þetta að meirihlutastuðningur er við nýja stjórnarskrá á Alþingi. Eftir hverju er þingheimur þá að bíða? Það er nánast öruggt að ef (þegar) Sjálfstæðisflokkurinn tekur við völdum eftir næstu kosningar verður lítið sem ekkert úr stjórnarskrárbreytingum. Það er móðgun við …

Lélegir þrýstihópar

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Börn, gamalt fólk, veikir einstaklingar, fátækir og annað fólk sem er valdalítið í samfélaginu er eðli málsins samkvæmt einnig lélegur þrýstihópur. Þetta fólk getur ekki styrkt stjórnmálamenn og flokka. Þessir einstaklingar hafa  takmarkaða getu eða lítinn tíma til að tjá sig opinberlega um málefni sem skipta þá máli. Þess vegna þurfa sumir aldraðir enn að eyða síðustu æviárum sínum í …

Ekki ríkisstjórninni að kenna

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Samkvæmt útreikningum Alþýðusambandsins hefur kaupmáttur launa rýrnað um tæp 6% á síðustu fimm árum. Flestir finna fyrir því að þeir hafa minni pening á milli handanna. Ekki bara vegna skulda heldur vegna þess að almennar neysluvörur hafa hækkað meira en tekjur almennings. Við höfum flest í raun tekið á okkur launalækkun síðustu árin. Þetta er auðvitað vont, sérstaklega þegar fólk …

Sókn gegn hægrivillum sjálfstæðismanna

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Samband ungra sjálfstæðismanna birtir kostulega auglýsingu á Facebook síðu sinni um komandi málþing félagsins. Fyrirsögnin er „SÓKN GEGN SÓSÍALISMA“ og með fylgja myndir af sossunum í pólitík víðs vegar um heiminn. Þar á meðal eru Jóhanna, Steingrímur J., Ögmundur og Obama. Hvað getur maður sagt um þessa vitleysu? Margt. 1)      Ef Obama er sósíalisti þá er Ísland Norður Kórea.