Einlægur Bjarni Ben

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Viðtalið við Bjarna Benediktsson í þættinum Forystusætið á RÚV í gær var merkilegt. Þarna birtist einlægur, viðkunnalegur og jafnframt bugaður maður. Í fyrsta sinn hugsaði ég með mér að ég gæti kosið Bjarna Ben. Reyndar gæti ég aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn einfaldlega vegna stefnunnar og fortíðarinnar. En ég kann vel við einlægt fólk. Svo held ég að Bjarni Ben frekar frjálslyndur …

Hagsmunasamtök barna bjóða ekki fram til Alþingis

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Ég veit að kosningabaráttan er hátíð sjálflægninnar þar sem fólk keppist um að fjalla um eigin einkahag. Allir vilja skattalækkun og skuldaniðurfellingu. Sérstaklega þeir sem eiga nóg af eignum og tóku sem mesta áhættu. Nú ætla ég ekki að draga í efa að margir eiga um sárt að binda fjárhagslega eftir hrunið sem þeir báru ekki ábyrgð á með beinum …

Hvað á ég að kjósa?

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Hugsað upphátt um komandi kosningar: Í fyrsta skipti síðan ég fékk kosningarétt er ég mjög óviss um hvaða flokk ég ætla að kjósa nú þegar aðeins er tæpur mánuður til kosninga. Það eru nokkrir ágætir kostir, enginn frábær. Fyrir nokkrum vikum hefði ég mjög líklega kosið Samfylkinguna enda er ég frjálslyndur jafnaðarmaður og ég er afskaplega ánægður með margt sem …

Hátíð sjálflægninnar gengin í garð

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Ég er ekki að tala um páskana heldur kosningabaráttuna, lýðræðishátíðina miklu. Nokkrum vikum fyrir hverjar kosningar fyllast miðlarnir af auglýsingum og loforðum sem því miður flest fjalla um það sama: sjálfselsku og sjálflægni. Flokkarnir keppast við að lofa hvað þeir ætli að gera fyrir þig og kjósendur taka margir ákvörðun útfrá því hvað hentar þeim persónulega best hér og nú. …

Stjórnarskrármálið í höfn!

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Fregnir herma að Sjálfstæðisflokkurinn, undir forystu Bjarna Ben, sé tilbúinn að samþykkja drög að nýrri stjórnarskrá svo lengi sem 114% kosningabærra manna staðfesti drögin í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin verður í blíðskaparveðri undir tvöföldum regnboga þann 30. febrúar næstkomandi. Samkvæmt sömu heimildum strandar málið nú helst á Framsóknarflokknum og þá sérstaklega Vígdísi Hauksdóttur sem óttast að án strangari skilyrða sé stærðfræðilega …

Hamstrar í hjóli vilja skuldaniðurfellingu

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Hagfræðingurinn Michael Hudson sagði eitt sinn: „Skuld sem ekki hægt er að greiða verður ekki greidd“. Þetta eru augljós sannindi enda neyðast margir út í gjaldþrot sem yfirleitt allir tapa á. Bæði skuldari og lánveitandi. Í kjölfar hrunsins eiga gríðarlega margir við skuldavanda að etja. Eru í raun hamstrar í hjóli sem eiga ekki annan kost en að vinna inn …

Löglegt en siðlaust

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Í kvöld fjallaði Kastljós Sjónvarpsins um þá staðreynd að álfyrirtækin greiða litla sem enga tekjuskatta á Íslandi. Þetta komast fyrirtækin upp með af einni ástæðu. Lögin í landinu leyfa þeim það. Lögin leyfa það vegna þess að stjórnmálamenn hafa ákveðið að gefa auðlindir þjóðarinnar í skiptum fyrir atkvæði og styrki. Í nafni atvinnusköpunar og hagvaxtar semja stjórnmálamenn við stórfyrirtæki þannig …

Afnám verðtryggingar er barbabrella

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Þessar hugleiðingar fóru í taugarnar á hagfræðingnum Ólafi Arnarssyni, sem mér skilst að sé einn stofnandi hópsins. Hann kallaði mig rassálf og spammara á meðan aðrir sökuðu mig um að styðja auðvaldið, að vera skuldlaus (sem hljómaði eins og glæpur) og að hafa hagnast á rányrkjunni. Varla þarf að taka fram að ég er saklaus af þessu öllu. Ólafur tók sig svo til og eyddi spurningu minni og þeirri umræðu sem hafði skapast um hana. Þetta kalla ég ritskoðun á háu stigi.