Takk Jóhanna!

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Hún var falleg stundin fyrir framan Stjórnarráðið í dag þegar fjölmargir Íslendingar komu saman og gáfu Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra rós í þakklætisskyni fyrir störf unnin í þágu þjóðarinnar.  Þarna mætti fólk úr ýmsum flokkum. Ég sá í það minnsta fólk sem ég veit að er í Vinstri grænum og Pírataflokknum. Auðvitað var mikið af Samfylkingarfólki á staðnum. Undanfarin fjögur ár …

Stöndum saman gegn íhaldsöflunum – X-S

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Ég ætla að kjósa Samfylkinguna á laugardaginn. Ég hef fylgst með kosningabaráttunni af athygli og lagt mig fram við að kynna mér ný sem gömul framboð. Íhaldsflokkarnir gömlu, xD og xB, koma ekki til greina og ég get satt að segja ekki fundið góð rök fyrir því að kjósa nýtt frjálslynt afl bara af því það er nýtt. Þjóðin sem …

Áfram um meðferðarmál barna og unglinga

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Í gær fjallaði Kastljós RÚV um tillögur að úrbætum í meðferðarmálum barna og unglinga í vímuefnavanda. Var meðal annars tekið stutt viðtal við undirritaðan. Ég hvet fólk til að skoða umfjöllun Kastljóssins. Mikilvægt er að skapa gagnlega umræðu um málefni ungs fólks í vanda. Unga fólkið gleymist oft og lítið er fjallað um málefni þeirra fyrir kosningar. Ég bendi hér …

Brotalamir í barnaverndarmálum

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Í Kastljósinu í gær var fjallað um barnaverndarmál og þá sérstaklega skort á viðeigandi úrræðum fyrir börn í vanda.  Ég tek undir það að ákveðinn skortur er á þjónustu við hæfi fyrir börn sem eru í neyslu, afbrotum og ekki síður fyrir þau börn sem eiga við geðrænan vanda og eða fötlun að stríða. Þessi umræða er gríðarlega mikilvæg. Þó …

Kosningaveisla ríka fólksins í boði almennings

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Í baráttu sinni gegn óréttlætinu ætla Íslendingar að fjölmenna á kjörstað og kjósa þá flokka sem bera höfuðábyrgð á hruninu og versnandi lífskjörum almennings. Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn.  Þetta er ótrúleg staða því venjulegt fólk í greiðsluvanda ætti að með réttu að fylla strætin og mótmæla stórhættulegum kosningahótunum þessara flokka. Framsóknarflokkurinn ætlar með flatri niðurfellingu skulda að gefa ríkasta fólkinu á …

Hverjir hafa barist mest fyrir sérhagsmunum á kostnað almannahagsmuna?

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Hverjir einkavæddu bankana? Hverjir vildu stóriðjuframkvæmdir í góðæri? Hverjir börðust gegn hertum reglum um bankaviðskipti? Hverjir einkavæddu vatnið? Hverjir lögðu niður Þjóðhagsstofnun? Hverjir kvörtuðu yfir of miklum eftirlitsiðnaði? Hverjir hafa talað mest gegn auðlindarentu? Hverjir hafa talað ítrekað gegn breytingum á stjórnarskrá? Hverjir hafa ekki talið sig bundna af niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslna (sérstaklega í stjórnarskrármálinu)? Hverjir neita að ræða upptöku á …

2007 heilkennið hrjáir þjóðina enn

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Í allri umræðunni um skuldavanda heimilanna virðist gleymast að það er ekkert nýtt að hinn venjulegi maður eigi erfitt með að ná endum saman. Frá því ég man eftir mér hefur fjölskyldan alltaf verið búin með peninginn löngu fyrir mánaðarmót. Vísaskuldir, yfirdráttur, raðgreiðslur og lán frá ættingjum er ekki nýr veruleiki sem skyndilega varð til eftir hrun. Við höfum lengi, …

Stórhættulegar kosningahótanir

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Kosningaloforð eru algeng fyrir kosningar en stundum eru þessi loforð svo glórulaus að betur færi á að kalla þau hótanir. Kosningahótanir. Kosningahótun Framsóknarflokksins kallast „skuldaleiðrétting“. Framsóknarflokkurinn lofar (án innistæðu) 300 milljarða hagnaði af samningum við erlenda kröfuhafa og hótar síðan að verja nánast öllum peningunum í að greiða niður skuldir heimilanna. Ég nota orðið hótun því slíkt loforð felur í …