Vísindin útskýrð á einfaldan máta

Ég má til með að benda lesendum á frábær myndbrot um vísindi sem hægt að finna á YouTube. Myndböndin eru gerð af áströlskum blaðamanni sem hefur skrifað um vísindi í 14 ár. Markmið hans með þessum stuttu myndböndum er að útskýra flóknar vísindalegar hugmyndir á einfaldan máta (og á innan við 10 mínútum). Þessi myndbönd eru afar vel gerð, fróðleg og stundum fyndin.

Listi yfir myndbönd (sjá hér fyrir neðan):

1 — History of the Universe Made Easy (Part 1)
2 — History of the Universe Made Easy (Part 2)
3 — The Origin of Life Made Easy
4 — The Story of the Earth Made Easy
5 — The Age of Our World Made Easy
6 — Natural Selection Made Easy
7 — The Theory of Evolution Made Easy
8 — Human Evolution Made Easy
9 — Human Ancestry Made Easy
10 — The Scientific Method Made Easy
11 — God and DNA Made Easy
Errata 1
Errata 2
Re: Re: The Origin of Life Made Easy

(meira…)

Conversations with Carl Sagan

Carl_Sagan_Planetary_SocietyNýverið lauk ég við að lesa bókina Conversations with Carl Sagan sem, eins og nafnið gefur til kynna, er samansafn af viðtölum við þennan þekktasta vísindamann seinni ára. Carl Sagan lést árið 1996 og er þessi bók gefin út tíu árum eftir fráfall hans. Viðtölin í bókinni eru í tímaröð. Það fyrsta er tekið 1973 og það seinasta árið sem Sagan lést. Aðdáendur Sagan ætti ekki að láta þessa bók fram hjá sér fara. Það er einstök upplifun að lesa um hugmyndir Sagan um lífið, tilveruna, vísindi og trúna.

„The progess of science is littered with dead theories; they were maladapted.“ – Carl Sagan

Hér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku af síðasta viðtalinu sem tekið var við Sagan og er einnig að finna í bókinni: (meira…)

Rökrætt um trúmál í útvarpi

Dan Barker er trúleysingi, en það hefur hann ekki alltaf verið. Hann hóf störf sem bókstafstrúaður predikari aðeins 15 ára gamall. Eftir 19 ár sem faraldspredikari, kristinn sönglagahöfundur, prestur og ítarlegt biblíunám ákvað Barker að lesa aðrar bækur en biblíuna og missti trúna í kjölfarið. Í útvarpsviðtali sem er að finna á vefnum fjallar Barker um bók sína Losing Faith in Faith þar sem hann skrifar um þessa áhugaverðu reynslu sína.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka