Klappað fyrir dauðarefsingum

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Í kvöld ætla yfirvöld í Georgíu í Bandaríkjunum að aflífa mann sem dæmdur er fyrir morð. Almenningur í BNA fagnar. Flestir styðja drápið. Í raun er það svo að um helmingur Bandaríkjamanna er fylgjandi dauðarefsingum árið 2011. Þetta þykir mér sorglegt og undarlegt. Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra aðdáendur Rick Perry forsetaframbjóðanda klappa fyrir því hvað Texas er …

Trú í lagi svo lengi sem trúariðkun er sleppt?

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Nokkurn veginn svona hljómar rökstuðningur Friðriks Schrams Kristskirkjuprests í Fréttablaðinu í dag. Það er ekkert að því að vera trúaður, svo lengi sem hinn trúaði iðkar ekki trú sína. Ég ítreka að trúhneigð er ekki það sama og trúariðkun. Við verðum að gera greinarmun á þessu tvennu og það geri ég. Til er trúað fólk sem biður ekki bænir og …

Mannréttindakafli nýrrar stjórnarskrár? – Fundur á vegum Siðmenntar

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Tilkynning frá Siðmennt: Siðmennt boðar til fundar næstkomandi þriðjudag, 20. september, í Norræna húsinu og hefst hann kl. 17:00. Fundarefni er mannréttindakafli í tillögu Stjórnlagaráðs um nýja stjórnaskrá. Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnlagaráðsfulltrúi og Bjarni Jónsson, varaformaður Siðmenntar, verða með stutt erindi en síðan verða fyrirspurnir og svör. Fundurinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis. Stjórn Siðmenntar Sjá nánar: Vefsíða …

Verður staða lífsskoðunarfélaga jöfnuð?

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Innanríkisráðuneytið vinnur nú að frumvarpi að lögum sem eiga að jafna stöðu lífsskoðunarfélaga á Íslandi. Þetta kom fram í svari Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, við fyrirspurn Baldurs Þórhallssonar um stöðu lífsskoðunarfélaga. Þetta er fagnaðarefni. Ég hef reyndar alltaf verið þeirrar skoðunar að hið opinbera eigi að skipta sér sem minnst að trúar- og lífsskoðunum fólks. Um leið tel ég að ef …

Um kjánatrukka og aðdáendur þeirra

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Kjánatrukkur nokkur kemur ítrekað fram í fjölmiðlum og stærir sig af lögbrotum og ofbeldisverkum. Maðurinn viðurkennir fúslega að hann starfi sem handrukkari og að hann eigi nóg af peningum. Hvað gerir lögreglan við svona opinberar játningar? Yfirlýstur glæpamaðurinn skrifar reglulega athugasemdir við fréttir um sig í netmiðlum og sendir á Facebook. Oftar en ekki fá athugasemdir kjánans flest „like“. Hvað …

Hamfarakenningin

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ég horfði á Hamfarakenninguna (The Shock Doctrine) á RÚV í gær. Hvað ætli frjálshyggjuvinum mínum finnist um það sem fram kom í þessari mynd? Allt bölvaður áróður geri ég ráð fyrir. Ég geri mér grein fyrir því að raunveruleikinn er einfaldaður í svona myndum en það er ekki hægt að horfa fram hjá því að helstu talsmenn frjálshyggjunnar hafa í …

Google+ — kynning, leiðbeiningar og gagnlegar íbætur

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ég er búinn að eyða nokkrum kvöldstundum í að kynna mér Google+. En Google+, eða Plúsinn eins og ég kýs að kalla þennan nýja samskiptavef, er svar leitarrisans Google (en ekki hvers?) við Facebook. Ég er á því að Plúsinn gæti slegið gegn. Í fljótu bragði virðist mér sem að Plúsinn sameini kosti Twitter (sem ég reyndar nota lítið) og …