Viðtal: Stefna Siðmenntar í kjölfar nýrra laga um lífsskoðunarfélög

Sigurður Hólm GunnarssonHljóð og mynd

Í dag var birt viðtal við mig á vefritinu Vantrú. Í viðtalinu fjalla ég um ný lög um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög og hvaða áhrif þau munu hafa á starfsemi Siðmenntar. Strax eftir að lögin voru samþykkt sendi Siðmennt inn umsókn um skráningu sem lífsskoðunarfélag. Ef umsókn Siðmenntar verður samþykkt mun það efla töluvert stöðu þeirra sem vilja fullt trúfrelsi …

Stóri bróðir fylgist með þér

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Ljóst er að stóri bróðir fylgist með þér. En hver fylgist með stóra bróðir? Samkvæmt svari innanríkisráðherra við fyrirspurn á Alþingi þá hafa lögreglustjóraembætti landsins og og embætti sérstaks saksóknara óskað eftir heimild til hlerunar 875 sinnum frá ársbyrjun 2008. Nánast engum óskum embættanna hefur verið hafnað. Ekki hafa allir verið látnir vita eftir á að símar þeirra hafi verið …

“Jón Ásgeir hafði samband og biður um að frétt sé eytt”

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Ágæt grein Magnúsar Halldórssonar, viðskiptafréttastjóra Stöðvar 2 og Vísis, vekur upp gamlar minningar. Það er full ástæða til að taka undir áhyggjur Magnúsar. Langflestir blaðamenn láta ekki ritskoða sig með beinum hætti en töluverð hætta er á sjálfsritskoðun. Eitt sinn gerði ég tilraun til að verða blaðamaður og starfaði meðal annars á Vísi. Þar varð ég var við grófa ritskoðun. …

Veraldleg lífsskoðunarfélög loksins viðurkennd: Baráttumál Siðmenntar í nær 13 ár

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Í dag þann 30. janúar 2013 samþykkti Alþingi Íslendinga breytingar á lögum sem heimila lífsskoðunarfélögum að sækja um skráningu sem slík félög og öðlast þar með sambærileg réttindi og skráð trúfélög. Þetta er mikið framfaraskref og mikill sigur fyrir félög eins og Siðmennt sem hefur barist fyrir breytingum í þessa átt í mörg ár (Fréttatilkynning frá Siðmennt 2013). Sögulegt yfirlit Það …

ESB umræða í 23 ár! – Má ég taka upplýsta ákvörðun?

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Fyrir tæpum fimm árum skrifaði ég grein þar sem ég benti á að umræðan um ESB væri búin að taka 18 ár. 18 löng ár! Ég benti á að það væri kominn tími til að sækja um aðild. Af hverju? Vegna þess að aðeins fullkláraðir samningar að loknu umsóknarferli geta gefið okkur kjósendum raunsæjar upplýsingar til að meta hvort staða …

Að vernda börn gegn níðingum

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Það tók virkilega á að horfa á umfjöllun Kastljóssins í kvöld um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson sem að hefur ítrekað framið kynferðisbrot gagnvart börnum og unglingum. Ég dáist að fórnarlömbum mannsins sem í kvöld sögðu frá erfiðri reynslu sinni. Án opinnar umræðu breytist ekki neitt. Mikilvægt er að við lærum af þessari umfjöllun. Kynferðisafbrot gegn börnum er ekki bara eitthvað …

Ofbeldissamfélagið og skoðanakúgun

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað um ofbeldishótanir og ömurlega orðræðu á netinu. Hildur Lilliendahl hefur bent á fjölmargar beinar og óbeinar hótanir sem henni hafa borist og í gær segir Sóley Tómasdóttir frá svipaðri reynslu í DV.  Báðar neita þær að hætta að tjá sig þrátt fyrir eðlilegan ótta við að eitthvert fíflið geri alvöru úr hótunum sínum. Eiga þær …