Þjóðkirkjan og jafnaðarstefnan: Opið bréf til Árna Páls

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar7 skoðanir

Kæri Árni Páll. Í þættinum Mín Skoðun með Mikael Torfasyni í gær sagðist þú vera á móti aðskilnaði ríkis og kirkju. Þessi yfirlýsing þín hryggir mig því ég tel að ríkiskirkja og öll mismunun vegna trúar- eða lífsskoðana geti ómögulega samræmst jafnaðarstefnunni. Stefnu sem mér þykir mjög vænt um. Ég veit að þú ert trúaður og ert sjálfur í Þjóðkirkjunni. …

Bréf til Brynjars Níelssonar um veraldlegt samfélag

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar8 skoðanir

Kæri Fésbókarvinur, Brynjar Níelsson Eftir að hafa lesið hugvekju sem þú fluttir í Seltjarnarneskirkju á fyrsta degi ársins 2014 efast ég stórlega um að þú skiljir hugtök á borð við trúfrelsi, veraldlegt samfélag og gagnrýni. Kannski ertu bara að tala gegn betri vitund. Hvað veit ég? Hverjar sem ástæðurnar fyrir málflutningi þínum eru þá hef ég áhyggjur af honum. Ég er …

Barátta Sjálfstæðisflokksins gegn frelsinu

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar5 skoðanir

Ávarp Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra á kirkjuþingi á laugardaginn staðfestir að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur frelsisins fyrir fimmaura.  Rétt eins og margir aðrir talsmenn flokksins virðist ráðherrann ekki skilja hugtakið trúfrelsi eða vera beinlínis á móti því. Hanna Birna kvartar yfir því að settar hafi verið reglur sem banna trúariðkun og trúboð í opinberum grunnskólum. Í skólum sem eiga að …

Siðmennt er á móti sóknargjöldum

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt2 skoðanir

Stjórn Siðmenntar sendi þingmönnum allra flokka bréf í gær þar sem afstaða félagsins til trúfrelsismála er ítrekuð. Í bréfinu  er lögð sérstök áhersla á þá skoðun félagsins að ríkið eigi að hætta að greiða skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum sóknargjöld. Þetta kann að koma sumum á óvart þar sem Siðmennt fékk nýverið stöðu skráðs lífsskoðunarfélags og er því aðili að sóknargjaldakerfinu. …

Sóknarprestur er sammála Siðmennt

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar1 skoðun

Sóknarpresturinn Gunnar Jóhannesson fjallar enn um trúfrelsisstefnu Siðmenntar í Fréttablaðinu 18. júlí síðastliðinn. Það sem vakti mest athygli mína við nýjustu grein Gunnars er að hann virðist algjörlega sammála grundvallarstefnu Siðmenntar sem hann er þó að gagnrýna: „Ég tek sannarlega undir það að hinu opinbera skuli ekki stjórnað á tilteknum trúarlegum forsendum sem bindandi séu fyrir alla þegna, að því …

Íslömsk bókstafstrú er galin hugmyndafræði

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar3 skoðanir

Bókstafstrú er stórhættuleg og galin hugmyndafræði. Skiptir þá engu máli hvort hinn bókstafstrúaði aðhyllist Kristni eða Íslam. Yfirlýsingar Ahmad Seddeq frá Menningarsetri múslima um konur og samkynhneigð ættu ekki að koma neinum á óvart. Sambærilegar yfirlýsingar hafa reglulega borist frá kristnum biblíuþrælum á Íslandi. Óvenjulegra er þó að trúbræður komi fram og gagnrýni slíka ofstækismenn harðlega. Því fagna ég viðbrögðum …

Sóknarprestur misskilur hugtökin trúfrelsi og veraldlegt samfélag

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar4 skoðanir

Sóknarpresturinn Gunnar Jóhannesson skrifar grein á visir.is í dag þar sem hann fjallar um stefnu Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Eins og virðist vera algengt hjá prestlærðu fólki misskilur Gunnar viljandi eða óviljandi stefnu Siðmenntar og grundvallarhugtök eins og trúfrelsi og veraldlegt samfélag. Gunnar vísar í grein mína Stefna Siðmenntar í trúfrelsismálum er skýr og óbreytt þar sem ég …

Stefna Siðmenntar í trúfrelsismálum er skýr og óbreytt

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Siðmennt er nú skráð lífsskoðunarfélag sem þýðir að félagið fær sömu réttindi og skráð trúfélög á Íslandi. Þannig geta þeir sem styðja hugmyndafræði Siðmenntar skráð sig í félagið sér að kostaðarlaus í gegnum Þjóðskrá og þá rennur sóknargjald þeirra til Siðmenntar. Þetta er betra en að standa utan trúfélaga þar sem þá rennur sóknargjaldið einfaldlega í ríkiskassann. Er þetta mikilvægt …