Barnaskapur eða heimsvaldastefna?

Það er ótrúlegt að hlusta á viðbrögð stjórnarliða við þeim eðlilegu og sjálfsögðu kröfum um að þeir biðji þjóðina afsökunar fyrir að hafa stutt hið svokallaða stríð gegn hryðjuverkum í Írak. Ekkert bendir til annars en að engin gjöreyðingavopn séu að finna í landinu og því ekki ein einasta réttlæting fyrir stríðrekstrinum. Það er ekkert grín að styðja árásarstríð enda hafa þúsundir manna, kvenna og barna látið lífið og örkumlast fyrir lífstíð vegna stríðsins.

(meira…)

Lærdómsríkt ferðalag

Það má varla búast við því að mörg íslensk tár munu falla á morgun þegar fjöldamorðinginn og Íslandsvinurinn Li Peng hverfur af landi brott. Þó að mér hafi þótt Peng vera nokkuð dónalegur í gær þegar hann hunsaði móttökunefnd íslenskra ungliða sem sungu svo fallega fyrir hann ,,Human rights have no borders“ þá má með sanni segja að margt hefur áorkast á ferðalagi hans. Li Peng hefur til dæmis fengið að kynnast því hvernig íslensk alþýða hefur það og það sem merkilegra er þá lærðu íslensk stjórnvöld í leiðinni hvernig á að „hliðra til“ réttindum fólksins svo þjóðarleiðtogar geti óhindrað fengið sér kaffi og með því með lítilmagnanum.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka