Lýðræðisleg sáttaleið sem ríkisstjórnin getur ekki hafnað

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Álit almennings á Alþingi Íslendinga er í sögulegri lægð. Er það skrítið þegar sitjandi þingmenn og jafnvel ráðherrar virðast sjálfir ekki bera neina virðingu fyrir Alþingi? Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá samþykkti Alþingi í júlí 2009 að sækja um aðild að Evrópusambandinu og hefja þar með samningaviðræður. Vilji menn hætta við þá umsókn hlýtur þingið að …

Hrokakeppni Framsóknarmanna

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Stundum held ég að þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins séu í einhverri innbyrðis keppni um að fara í taugarnar á almenningi í landinu. Hrokinn í tilsvörum þeirra er það algengur að ekki er hægt að gera þeim upp að vera einfaldlega svona lélegir í mannlegum samskiptum. Framsóknarþingmennirnir hljóta að svara svona af ráðnum hug. Óljóst er hver er að vinna þessa …

Hommahatursríkið Rússland hýsir uppljóstrara

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Uppljóstrarinn Edward Snowden hefur fengið tímabundið hæli í Rússlandi. Varla vegna þess að Pútín og rússneskum stjórnvöldum er annt um mannréttindi heldur af því þeim finnst gott að stríða Bandaríkjunum. Nú er bara að vona að drengurinn komi ekki út úr skápnum því kerfislægt hatur á samkynhneigðum er mikið í Rússlandi. Að sama skapi má varla búast við því að Snowden …

Opinberun Brynjars Níelssonar

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands, telur að það sé „enginn eðlismunur“ á því að yfirvöld skoði í leyni tölvupósta hjá saklausu fólki og að hið opinbera á Íslandi birti álagningaseðla samkvæmt lögum. Reyndar finnst honum „verra“ að álagningarseðlar séu gerðir opinberir meðal annars af því að í hans tilviki „reynast meiri persónulegar upplýsingar í skattframtalinu en …

Óundirbúin fyrirspurn um njósnir Bandaríkjamanna á íslenskum þegnum

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Getur einhver þingmaður lagt fram þessa fyrirspurn? Hefur háttvirtur utanríkisráðherra sent bandarískum yfirvöldum fyrirspurn um hvort fylgst hafi verið með íslenskum þegnum með því að hlera símtöl þeirra, skoða tölvupóst eða önnur persónuleg gögn? Ef svarið er nei þá spyr ég hvort ráðherrann telji ekki nauðsynlegt að fá fram þessar upplýsingar? Ef í ljós kemur að íslenskir þegnar hafa orðið …

Látum í okkur heyra – Veiðigjöld og ESB

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Stjórnmál eru allt of mikilvæg til að láta stjórnmálamenn eina um þau. Áríðandi er að við látum sem flest í okkur heyra. Við eigum að reyna að hafa áhrif á það sem kjörnir fulltrúar okkar og ráðherrar eru að gera. Ég vil því benda á tvo undirskriftarlista og hvetja alla sem eru sammála til að skrifa undir þá. 1. Óbreytt …

Mér er sama hvað forsetanum finnst um ESB

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Fyrirgefið þegar ég segi að mér er alveg sama hvaða hugmyndir forsetinn hefur um Evrópusambandið. Mér er líka sama um hugmyndir forsætisráðherrans, þingmanna, Evrópusamtakanna,  Heimssýnar og annarra valdastofnanna. Ég hef ekkert að gera við hugmyndir valdafólks sem segir mér fyrir verkum. Sérstaklega ekki hugmyndir fólks sem telur sig getað spáð fyrir um framtíðina. Horft í kristalskúlu og vitað fyrirfram hvaða …

Nokkrar ástæður fyrir sögulegu tapi jafnaðarmanna

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Varla er hægt að kalla niðurstöður Alþingiskosninganna annað en sögulegt tap jafnaðarmanna. Það er verðugt rannsóknarefni að skoða hvað olli gríðarlegu fylgistapi stjórnarflokkana og þá sérstaklega Samfylkingarinnar. Ekki er hægt að skella skuldinni alfarið á stefnuskrá Samfylkingarinnar vegna þess að hún var frekar raunsæ og skýr (og þar með kannski leiðinleg?). Ekki heldur á frammistöðu talsmanna flokksins. Flestir stóðu sig …