Jólin: Þegar ljósið sigrar myrkrið

Stysti dagur ársins er 21. desember þetta árið. Í kjölfarið fæðist ný sól þegar dag tekur að lengja á ný. Fæðingu sólarinnar er fagnað víðs vegar um heim nú sem áður enda tilefnið ærið. Sólin, lífsgjafi Jarðarinnar, hefur sigrað myrkrið enn á ný. Þess vegna hafa menn haldið jól og aðrar hátíðir á þessum tíma í mörg hundruð ár. Upp á síðkastið (í sögulegu samhengi) tóku kristnir upp á því að halda jól líka og fagna með okkur hinum. Það besta við jólahátíðina er að hún er í eðli sínu sammannleg hátíð. Það skiptir engu máli hvaða trúarskoðanir fólk hefur. Ljósið sigrar alltaf myrkrið um jólin og yfir því geta allir glaðst.

Gleðileg jól!

Hér fyrir neðan er hægt að lesa ítarlegri umfjöllun mína um uppruna jólanna. Greinin var skrifuð í fyrra. (meira…)

Jólin og fæðing hinnar ósigruðu sólar

Dagurinn í dag er níu sekúndum lengri en gærdagurinn, sem var stysti dagur ársins. Er það mikið fagnaðarefni og í raun helsta ástæðan fyrir því að haldið er upp á jól. Það er í það minnsta uppruni jólahátíðarinnar. Flestir halda að jólahátíðin eigi rætur í kristinni trú en það ekki allskostar rétt. Jólin er heiðin sólarhátíð sem kristnir menn breyttu síðar í kristilega hátíð. Til forna fögnuði menn og konur „fæðingu hinnar ósigruðu sólar“. Þessi hátíðarhöld breyttust svo smá saman í hátíð í tilefni „fæðingu hins ósigraða sonar“.  (Sjá nánar: Fæðingu sólarinnar fagnað, þar sem fjallað er um fornar heiðnar hátíðir sem flestar voru haldnar í tengslum við sólina og sólguði). (meira…)

Who Wrote The Gospels?

Who Wrote The Gospels?

Eftir: Randel McCraw Helms

Umfjöllun:
Ert þú einn af þeim sem telur að guðspjöll Biblíunnar hafi verið skrifum að Markúsi, Matthíasi, Lúkasi og Jóhannesi? Þá hefur þú rangt fyrir þér. Ólíkt því sem margir halda veit enginn í raun hver skrifaði guðspjöllin. Það er þó ljóst að það voru ekki samtímamenn Jesú (sem líklega var aldrei til).

(meira…)

Losing Faith in Faith

Losing Faith in Faith Eftir: Dan Barker Umfjöllun: Dan Barker var bókstafstrúarmaður og farandspredikari. Hann trúði á sköpunarsöguna, alvaldan Guð og að Jesú Kristur væri frelsari sinn. Barker var þekktur fyrir að búa til kristileg lög og hann skrifaði trúartexta fyrir börn.  Smá saman fór Barker þó að efast og með efanum fylgdi forvitni. Hann byrjaði að lesa meira um trúarbrögð og heimspeki. Hann las bækur eftir Thomas Paine, Robert Ingersol og fleiri fríþenkjara og fljótlega var Barker ekki lengur bókstafstrúarmaður heldur frekar „barnatrúar“. (meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka