Þegar Nói fór á fyllirí

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Þegar Guð ákvað að tortíma mannskepnunni, sem hann hafði þó frekar nýlega skapað í eigin mynd, ákvað hann að þyrma einum manni og fjölskyldu hans. Eini maðurinn sem var verðugur miskunn Drottins hét Nói, þið vitið þessi sem byggði örkina. Nú er búið að gera kvikmynd um kallinn og mér skilst að bæði heittrúaðir múslímar og kristnir séu eitthvað ósáttir …

Ég trúi!

Ragnheiður Lára GuðrúnardóttirGreinar

  „sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá“ 14 ár eru frá því að ég ritaði þessi orð í sálmabókina sem ég fékk í tilefni fermingar minnar. Ég var mjög trúaður unglingur í þrjá mánuði eða allt frá því að tilboð á skartgripum og græjum fyrir fermingabörn ómuðu á bylgjum ljósvakans og þar til síðustu fermingapeningunum hafði verið eytt í …

Fjallað um bandaríska eldklerka og moskur í Harmageddon

Sigurður Hólm GunnarssonHljóð og mynd

Ég mætti í stutt viðtal í dag í Harmageddon þar sem ég ræddi meðal annars um komu predikarans Franklin Graham til landsins og um byggingu mosku á Íslandi. Fólk bað fyrir Sigurði Hólm á Benny Hinn samkomu Stjórnarmaður Siðmenntar spjallar um Hátíð vonar, Þjóðkirkjuna og rifjar upp heimsóknir sínar á samkomur með Benny Hinn.   Eru moskur verri en kirkjur? …

Að samræma trú og mannréttindi

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Sigríður Guðmarsdóttir prestur flutti predikun í dag sem vakti athygli fyrir nokkuð skilyrðislaust umburðarlyndi gagnvart hinsegin fólki. Frábært hjá henni. Það sem vekur þó mest athygli mína er að predikun sem þessi veki athygli yfirleitt. Af hverju er enn svolítið skrítið þegar prestur talar af einlægni um mannréttindi? Vegna þess að fordómarnir eru innbyggðir inn í trúarbrögðin. Í hinni heilögu …

Íslömsk bókstafstrú er galin hugmyndafræði

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Bókstafstrú er stórhættuleg og galin hugmyndafræði. Skiptir þá engu máli hvort hinn bókstafstrúaði aðhyllist Kristni eða Íslam. Yfirlýsingar Ahmad Seddeq frá Menningarsetri múslima um konur og samkynhneigð ættu ekki að koma neinum á óvart. Sambærilegar yfirlýsingar hafa reglulega borist frá kristnum biblíuþrælum á Íslandi. Óvenjulegra er þó að trúbræður komi fram og gagnrýni slíka ofstækismenn harðlega. Því fagna ég viðbrögðum …

Vondu íslamistarnir byggja mosku í Reykjavík

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Ég bíð spenntur eftir öllum aðsendu greinunum, bloggfærslunum og fésbókarofstækinu vegna fyrirhugaðrar byggingar mosku í Reykjavík.  Umræðan er reyndar aðeins farin af stað. Annars sómakært fólk hefur þegar lýst því yfir að það megi ALDREI gerast að moska fái að rísa á Íslandi og í dag spyr Reykjavík síðdegis „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu því að félag múslima á Íslandi …

Það er töff að vera trúleysingi

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Kæra barn (sem mátt ekki vegna þroskaleysis keyra bíl, gifta þig, drekka áfengi, kjósa eða stunda aðrar fullorðinsathafnir): Það stendur ekki utan á þér að þú sért trúleysingi og húmanisti. En ef þú ert það finnur þú hvað lífið þitt er dýrmætara en þegar þú trúir á einhvern guð. Ef þú ert trúleysingi þá ertu fær um að geta  elskað, …

Smásaga af góðum heiðingja í helvíti

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Einu sinni var uppi „góður maður“. Hann dó. Samkvæmt samferðarmönnum var hann ágætis maður og vann góð verk. Hann trúði þó ekki á Guð. Þetta voru mikil mistök því eftir dauðann kom engill og flutti „góða manninn“ til himna þar sem hann var dæmdur af hinum allra heilagasta. Kom þá í ljós að „góði maðurinn“ hafði meðan hann lifði meðal …