Eiríkur Hauksson, Ken Hensley og Dúndurfréttir

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Þá er maður búinn að panta miða á tónleika Eika Hauks, Ken Hensley og Dúndurfrétta í Austurbær 30. apríl. Það verða margir úr minni fjölskyldu á tónleikunum. Þar á meðal Pálína, bræður hennar, Halli bróðir minn og Pabbi okkar. Þetta verður því eins og fermingarveisla, nema bara skemmtilegt. Eiríkur Hauksson er í miklu uppáhaldi hjá mér og sama má segja …

Hljómsveitin Hraun er frábær

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ég og kærastan mín fórum á tónleika með hljómsveitinni Hraun í gærkvöldi. Tónleikarnir voru haldnir á Græna Hattinum (á Akureyri fyrir ykkur borgarbörnin). Af einhverjum ástæðum hafði ég aldrei heyrt um þetta band áður, en ég er sannfærður um að ég eigi eftir að heyra meira frá því í framtíðinni. Þessir tónleikar voru vægast sagt stórkostlegir. Svavar Knútur, söngvari sveitarinnar, …

Smoke on the Water…

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Í gær fór ég á hreint frábæra tónleika á Gauk á stöng með Eiríki Haukssyni og félögum þar sem þeir tóku bestu lög Deep Purple. Með mér í för voru Pabbi, Binni og Steini. Það er óumdeilt að Eiríkur Hauksson er einn besti söngvari landsins.

Púlað með Deep Purple

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Fór á magnaða en jafnframt mjög óvenjulega tónleika í dag. Eiríkur Hauksson og band spiluðu Deep Purple cover lög í Veggsporti á meðan við vitleysingarnir hjóluðum af okkur spikið. Þetta var mjög ,,skemmtilegt“, enda fær maður auka kraft af því að púla undir lögum eins og Highway Star, Perfect Stranger og Smoke on the Water í frábærum flutningi Deep Purple …

Frábærir tónleikar!

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Tónleikarnir í gær með Mastodon voru vægast sagt góðir. Íslensku böndin Dark Harvest og Brain Police stóðu sig vel og voru báðar klappaðar upp af rokkþyrstum áhorfendum. Þegar Mastodon steig á svið varð allt vitlaust, enda Grand rokk fullur af rokkurum á öllum aldri. Mastodon spilar aftur og í síðasta sinn á Gauk á stöng í kvöld.

Allir á Mastodon í kvöld!

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ég hvet alla til að mæta á tónleikana með Mastodon sem verða haldnir í kvöld á Grand rokk. Bandið byrjar að spila klukkan 22:30. Þetta er sveitin sem MTV.com sagði eftirfarandi um: „MASTODON could be considered the second coming of Metallica and Rush combined, and nobody who’s seen them live could counter that opinion.“ Sjá nánar auglýsingu vegna tónleikanna.