Steelheart á Íslandi – 8. júní 2011

Miðasala hafin á midi.is og er miðaverð litlar 3.500 kr. Nánari upplýsingar á Facebook.

Steelheart, ein skemmtilegasta hár-metal hljómsveit sem til hefur verið, mun halda tónleika á NASA 8. júní næstkomandi. Þrjár frábærar íslenskar sveitir hafa verið valdar til að hita upp: Dúndurfréttir, Exizt og Atrum. Ég viðurkenni að ég er spenntur enda hef ég verið aðdáandi síðan Steelheart gaf út sína fyrstu plötu 1990.

Sú plata hét einfaldlega Steelheart og sló rækilega í gegn. Það kannast flestir við lög eins og: She‘s Gone, Can’t Stop Me Lovin’ You og I‘ll Never Let You Go (Angel Eyes).

Árið 1992 gaf bandið út plötuna Tangled in Reins sem einnig naut töluverðra vinsælda þó hún hafi aldrei orðið nálægt því eins vinsæl og fyrsta platan. Ástæðan var fyrst og fremst sú að á þeim tíma fór að halla almennt undan fæti hjá hard rokk og hár-metal böndum. Grunge tímabilið var hafið með þeim afleiðingum að sala á hárfroðu, hárlakki og maskara féll svo mikið að ég hygg að einhver snyrtivörufyrirtækin hafi farið á hausinn. En hvað um það? Tangled in Reins er virkilega góð rokkplata sem ég mæli með.

Nokkur góð lög af Tangled in Reins: Sticky Side Up, Electric Love Child, All Your Love, Mama Don’t You Cry.

Wait kom út 1996 og er í rólegri kantinum. Ég var ekkert allt of hrifinn af Wait í fyrstu en síðan hef ég skipt um skoðun. Ekki beint gamla Steelheart en inn á milli leynast ansi góð lög: We All Die Young (Úr kvikmyndinni Rock Star)*, WaitVirgin Soul Shangrila (Live).

Síðast gaf sveitin út Good 2B Alive árið 2008. Nokkur öflug lög þar og almennt fín plata þó ég viðurkenni að „gömlu“ lögin heilli mig meira, enda nota ég enn hárfroðu…

Lög af Good 2B Alive: LOL, Good 2B Alive, Samurai, Shine A Light For Me, You Show Me How To Love.

*Þeir sem eru það ungir að þeir muna ekki eftir Steelheart muna þá kannski eftir kvikmyndinni Rock Star (2001) þar sem Mark Wahlberg lék söngvara í hljómsveitinni „Steel Dragon“. Ekki vita þó allir að Michael Matijevic söng þar fyrir Wahlberg. Meðal annars í laginu „We All Die Young“ sem varð ansi vinsælt (lagið er jafnframt á Wait).

Hér fyrir neðan eru svo nokkur myndbönd með Steelheart. Takið eftir hvað Michael (Miljenko) Matijevic, söngvari Steelheart, er með magnaða rödd:

(meira…)

The Dirt – Sagan af Mötley Crue

„Motley Crue: The Dirt – Confessions of the World’s Most Notorious Rock Band“ er einstaklega áhugaverð bók og listilega vel skrifuð. Eins og titillinn gefur til kynna fjallar hún um sögu glysrokkbandsins Mötley Crue. Ég var nú aldrei mikill aðdáandi Mötley en hafði þó mjög gaman að plötu þeirra Dr. Feelgood, sem var söluhæsta plata þeirra. (meira…)

Europe snýr aftur

Ég veit að það er bannað að viðurkenna það en sænsk/norska rokksveitin Europe hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég varð aðdáandi á gullaldarárum þeirra í kringum 1986 þegar hin magnaða plata „The Final Countdown“ kom út og hef í raun verið aðdáandi allar götur síðan. Flestir þekkja Europe af ofursmellunum „The Final Countdown“ og „Carrie“, sem eru reyndar langt frá því að vera þeirra bestu lög.

Færri vita að Europe eru enn að spila og gefa út efni. Nýjasta „platan“ þeirra, „Last Look at Eden“, kom út fyrr á þessu ári og er ótrúlega góð. Ég á til með að vísa hér þau lög sem heilla mig hvað mest.

(meira…)

Sebastian Bach – Angel Down

Angel Down – Sebastian Bach

Sebastian BachSebastian Bach, fyrrum söngvari Skid Row, á merkisafmæli í dag. Kallinn er orðinn fertugur. Það er því ekki úr vegi að benda rokkaðdáendum á nýútgefna sólóplötu hans Angel Down. Er búinn að hlusta á hana nokkrum sinnum og er mjög ánægður. Það má segja að Angel Down sé beint framhald af síðasta meistaraverki Skid Row, Slave to the Grind. Sebastian Bach sýnir að þrátt fyrir hækkandi aldur er hann ennþá sætasti snúðurinn í bakaríinu og frábær söngvari.

Aðdáendur Axl Rose (Guns N’ Roses) ættu að líka að kíkja á Angel Down því þar syngur Rose með Bach í þrem lögum. Hér er um að ræða gæða hard rokk í anda gamla Skid Row, ekkert bölvað nýrokk eða grunge. (meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka