Jólin og fæðing hinnar ósigruðu sólar

Dagurinn í dag er níu sekúndum lengri en gærdagurinn, sem var stysti dagur ársins. Er það mikið fagnaðarefni og í raun helsta ástæðan fyrir því að haldið er upp á jól. Það er í það minnsta uppruni jólahátíðarinnar. Flestir halda að jólahátíðin eigi rætur í kristinni trú en það ekki allskostar rétt. Jólin er heiðin sólarhátíð sem kristnir menn breyttu síðar í kristilega hátíð. Til forna fögnuði menn og konur „fæðingu hinnar ósigruðu sólar“. Þessi hátíðarhöld breyttust svo smá saman í hátíð í tilefni „fæðingu hins ósigraða sonar“.  (Sjá nánar: Fæðingu sólarinnar fagnað, þar sem fjallað er um fornar heiðnar hátíðir sem flestar voru haldnar í tengslum við sólina og sólguði). (meira…)

Fæðingu sólarinnar fagnað

Í gær voru vetrarsólstöður og þar með stysti dagur ársins. Frá og með deginum í dag fer sólin að hækka á lofti og dagarnir verða lengri. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að jólin eru haldin hátíðleg ár hvert. Jólahátíðin er ævaforn hátíð þar sem menn fagna endurfæðingu sólarinnar og upphaf nýs árs. Trúin á guðlegt vald sólarinnar er ævaforn og að mörgu leiti skiljanleg trú, enda má segja að sólin sé lífsgjafi jarðarinnar. Fyrr á öldum persónugerði mannfólkið sólina í fjölmörgum sólguðum og í dag er vinsælastur á meðal þeirra frelsarinn Jesús frá Nasaret.

(meira…)

2000

Þegar þessi orð eru skrifuð eru rétt rúmlega tveir sólarhringar eftir af árinu 1999. Komandi áramót hafa mismikla merkingu fyrir íbúa heimsins. Sumir telja að ný öld hefjist þann 1. janúar 2000 á meðan aðrir telja að aldamót verði ekki fyrr en ári seinna. Þeir sem aðhyllast fyrrnefndu kenninguna gera ráð fyrir árinu 0 á meðan hinir telja að fyrsta ár tímatals okkar sé árið 1 (sem er rétt þar sem hugtakið 0 var ekki til þegar tímatal okkar var fundið upp).

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka