Minningargrein um ömmu mína Guðrúnu Tómasdóttur

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar1 skoðun

Nú eru þau bæði farin. Afi Siggi lést 2014 og amma Gunna lést þann 20. október síðastliðinn. Þau voru ætíð ástrík og samrýmd og mínar fyrirmyndir í svo mörgu. Ég var svo heppinn að alast um tíma á heimili þeirra við Háaleitisbraut þegar ég var barn og mynduðust sterk kærleiksbönd okkar í milli sem héldu fram á síðasta dag. Ég …

Minningargrein um afa minn Sigurð Hólm Þórðarson

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Morgunblaðið birti ekki minningargreinar um afa í dag eins og óskað hafði verið eftir. Ég birti því mína grein hér. Sigurður Hólm Þórðarson, afi minni, verður jarðsunginn frá Guðríðarkirkju í Grafarholti í dag, miðvikudaginn 6. ágúst, klukkan 15:00. Afi minn, nafni og mín helsta fyrirmynd hefur nú kvatt þennan heim. Orð fá því varla lýst hversu mikið mér þykir vænt …

Pössum okkur á jólakúguninni

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ef taka á flest jólalög, flestar jólaauglýsingar, flestar jólamyndir og næstum alla þá umfjöllun sem fyrirfinnst í geiminum um jólin alvarlega er hægt að draga eftirfarandi ályktanir. Jólin er sá tími þar sem allir eiga að vera glaðir, kjarnafjölskyldan er saman (brosandi og hlæjandi), gamla fólkinu líður vel, værð er yfir börnunum, pör eru ástfangin, allir eiga nóg af peningum …

Baráttukona á afmæli

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Hope Knútsson, vinkona mín til margra ára og formaður Siðmenntar, á afmæli í dag. Það er ekki hægt að segja annað en að Hope hafi haft töluverð áhrif á íslenskt samfélag. Það sem meira er þá hefur hún haft gríðarlega mikil á áhrif á mitt líf. Hope er frábær vinur, góðhjörtuð og verðug fyrirmynd. Til hamingju með afmælið Hope! Fyrir …

Jólin: Þegar ljósið sigrar myrkrið

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Stysti dagur ársins er 21. desember þetta árið. Í kjölfarið fæðist ný sól þegar dag tekur að lengja á ný. Fæðingu sólarinnar er fagnað víðs vegar um heim nú sem áður enda tilefnið ærið. Sólin, lífsgjafi Jarðarinnar, hefur sigrað myrkrið enn á ný. Þess vegna hafa menn haldið jól og aðrar hátíðir á þessum tíma í mörg hundruð ár. Upp …

Jólin og fæðing hinnar ósigruðu sólar

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Dagurinn í dag er níu sekúndum lengri en gærdagurinn, sem var stysti dagur ársins. Er það mikið fagnaðarefni og í raun helsta ástæðan fyrir því að haldið er upp á jól. Það er í það minnsta uppruni jólahátíðarinnar. Flestir halda að jólahátíðin eigi rætur í kristinni trú en það ekki allskostar rétt. Jólin er heiðin sólarhátíð sem kristnir menn breyttu …