Jól og borgaraleg ferming: Dæmisaga um bjálkann og flísina

Orðið jól er alls ekki kristilegt hugtak heldur að öllu leyti heiðið heiti sem Kristnir tóku síðar upp (stálu?) yfir hátíð sem með réttu kallast Kristsmessa.  Heiðingjarnir sem héldu upp á jólin, löngu fyrir meinta fæðingu Jesú, gerðu sér glaðan dag 25. desember. Þeir gáfu gjafir, hengdu upp mistilteina og skreyttu tré. Kannist þið við þessar „kristnu“ hefðir?

Jólin: Þegar ljósið sigrar myrkrið

Stysti dagur ársins er 21. desember þetta árið. Í kjölfarið fæðist ný sól þegar dag tekur að lengja á ný. Fæðingu sólarinnar er fagnað víðs vegar um heim nú sem áður enda tilefnið ærið. Sólin, lífsgjafi Jarðarinnar, hefur sigrað myrkrið enn á ný. Þess vegna hafa menn haldið jól og aðrar hátíðir á þessum tíma í mörg hundruð ár. Upp á síðkastið (í sögulegu samhengi) tóku kristnir upp á því að halda jól líka og fagna með okkur hinum. Það besta við jólahátíðina er að hún er í eðli sínu sammannleg hátíð. Það skiptir engu máli hvaða trúarskoðanir fólk hefur. Ljósið sigrar alltaf myrkrið um jólin og yfir því geta allir glaðst.

Gleðileg jól!

Hér fyrir neðan er hægt að lesa ítarlegri umfjöllun mína um uppruna jólanna. Greinin var skrifuð í fyrra. (meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka