Jafnaðarstefnan árið 1792
„Þegar við getum sagt að hinir fátækustu meðal landa okkar séu hamingjusamir og líða engan skort. Þegar fangelsin eru tóm, strætin laus við betlara, aldraðir geta lifað góðu lífi og…
„Þegar við getum sagt að hinir fátækustu meðal landa okkar séu hamingjusamir og líða engan skort. Þegar fangelsin eru tóm, strætin laus við betlara, aldraðir geta lifað góðu lífi og…
Örræða flutt á Menningarhátíð Siðmenntar 21. september 2012 Kæru áheyrendur Því er stundum haldið fram að trúlausir húmanistar eins og ég séum kaldir og lausir við allra undrun. Að við…
Eins og allir sem þekkja mig vita þá er ég mikill aðdáandi Thomas Paine. Ég fann þessa áhugaverðu umræðu um Paine sem ég hvet alla fríþenkjara og lýðræðissina til að…
Eftir: Thomas Paine* Umfjöllun: Thomas Paine var einn fyrsti frjálslyndi jafnaðarmaðurinn. Hugmyndirnar sem hann tjáði Rights of Man fyrir meira en 200 árum síðan eru ótrúlega nútímalegar og eiga jafn…
Common Sense Eftir: Thomas Paine Umfjöllun: Árið 1776 gaf Thomas Paine út bæklinginn Common Sense þar sem hann rökstuddi hvers vegna Ameríka ætti að berjast fyrir sjálfstæði frá Bretlandi. Common…
Eftir: Thomas Paine
Umfjöllun:
The Age of Reason (Öld skynseminnar) er tímamótaverk sem allir verða að lesa. Í þessari bók, sem kom fyrst út árið 1795, fjallar mannvinurinn Thomas Paine um kristna trú og Biblíuna. Paine útskýrir hér hvers vegna hann trúir ekki á guð Biblíunnar og sýnir jafnframt fram á að Biblían er hvorki óskeikult rit né innblásið orð guðs.
Ef ég á mér einhverja fyrirmynd þá er það Thomas Paine sem fæddist árið 1737 en lést árið 1809. Paine var einstaklega aðdáunarverður einstaklingur. Hann ,,…átti þátt í að skapa stjórnarskrár Bandaríkjanna og Frakklands, hann barðist fyrir og var fyrstur manna til að berjast fyrir því velferðarkerfi sem vesturlandabúar búa við í dag, hann var einn sá allra fyrsti til að berjast gegn þrælahaldi og hann var einnig einn af þeim allra fyrstu sem börðust fyrir því að konur fengju sama rétt og karlar.“
Þegar Paine fluttist aftur til Ameríku árið 1802 varð hann strax var við að vinsældir hans höfðu vægast sagt dvínað. Thomas Jeffersson (1743-1826) þriðji og þáverandi forseti Bandaríkjanna hafði boðist til að senda skip til að ferja Paine til Ameríku en Paine hafnaði þessu tilboði vinar síns af ótta við að koma óorði á hann.