Barnaskapur eða heimsvaldastefna?

Það er ótrúlegt að hlusta á viðbrögð stjórnarliða við þeim eðlilegu og sjálfsögðu kröfum um að þeir biðji þjóðina afsökunar fyrir að hafa stutt hið svokallaða stríð gegn hryðjuverkum í Írak. Ekkert bendir til annars en að engin gjöreyðingavopn séu að finna í landinu og því ekki ein einasta réttlæting fyrir stríðrekstrinum. Það er ekkert grín að styðja árásarstríð enda hafa þúsundir manna, kvenna og barna látið lífið og örkumlast fyrir lífstíð vegna stríðsins.

(meira…)

Þjóðernisáróður virkar enn

Í Bandaríkjunum er nánast ekki hægt að gagnrýna stríðsrekstur Bush W og félaga án þess að vera sakaður um að vera föðurlandssvikari og jafnvel Bandaríkjahatari af íhaldsmönnum allra flokka. Íhaldsmenn hvetja almenning til að styðja foringja sinn og hermenn með því að gagnrýna ekki stefnu stjórnvalda, sérstaklega ekki á stríðstímum. Áróður íhaldsmanna þar í landi virkar svo vel að íhaldsmenn annarra landa, þar á meðal íslenskir íhaldsmenn, geta vart falið hneykslun sína gagnvart málflutningi þeirra sem mótmæla heimsvaldastefnu Bandaríkjanna.

(meira…)

Í leit að friði

Þegar maður verður vitni af eins hræðilegum atburðum og þeim sem áttu sér stað í Bandaríkjunum síðastliðinn þriðjudag verður maður óhjákvæmilega sorgmæddur og um leið bálreiður. Því getur það verið…

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka