Hirðfíflaviðtöl

Dabbi Krull, öðru nafni Davíð Oddsson forsætisráðherra var í svokölluðu drottningaviðtali hjá hinum ágæta penna og fjölmiðlamanni Agli Helgasyni í gær. Ég ætla ekki að gera eins og allir aðrir og kvarta yfir því að sir Davíð sé aldrei fenginn í viðtal nema hann sé einn með spyrlinum, því þannig á það vera. Dabbi er einfaldlega of mikill töffari til að vera þátttakandi í einhverju hringleikahúsi fáránleikans með einhverjum pólitískum peðum, þ.e. andstæðingum hans. Hann var frábær í gær. Var bæði hrokafullur par excellence og sýndi öllum hver veit best. Snillingur.

(meira…)

Afskipti þingmanna Samfylkingar af ungliðapólitík heldur áfram…

Óþolandi afskipti ákveðinna ónafngreindra aðila (sem við köllum hér X, Y og Ð) úr þingmannahópi og ellideild Samfylkingarinnar á þingi Ungra jafnaðarmanna í fyrra vakti verðskuldaða athygli í sumum fjölmiðlum landsins. Herra Ð tók hressilega til máls í einni málefnanefnd þingsins og kvartaði hástöfum yfir ályktun sem honum fannst ekki vera nógu mikið í anda stefnu Samfylkingar (hver svo sem hún er). Frú X tók undir með Ð og nánast froðufelldi af reiði um leið og hún lýsti því yfir (á hljóðstyrk sem var langt yfir hættumörkum) að umrædd ályktun væri ,,það heimskulegasta plagg sem hún hefði nokkurn tímann lesið“ og að höfundar ályktunarinnar ættu ekki heima í Samfylkingunni heldur í einhverjum öðrum flokki (sem við köllum hér D ). Síðan sást til ýmissa fulltrúa (sem við köllum Y) eldri kynslóðarinnar þegar þeir réttu upp hendur og KUSU um ályktanir ungliðanna…

(meira…)

Pólitískir peningar

Það hefur líklegast ekki farið fram hjá neinum að fjármál stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna hafa verið mikið til umfjöllunar í fréttum síðustu daga. Í kjölfar þessarar umfjöllunar hafa ýmsir spurt hvort…

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka