Löngu tímabær rannsókn á stuðningi Íslands við innrásina í Írak árið 2003

Þrjátíu þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að rannsakað verði hvernig Ísland lenti á lista „hinna viljugu þjóða“ þegar innrásin í Írak var gerð árið 2003. Ég vona svo sannarlega að tillagan verði samþykkt því það er löngu tímabært að rannsaka hvernig Ísland var formlega sett á þennan lista.

Hlutverk rannsóknarnefndar verður meðal annars að athuga: (meira…)

Kirkjan er fjórða valdið, önnur trúarbrögð eru hættuleg og hætt verður að halda jól og skíra börn ef ríki og kirkja verða aðskilin.

Áhugavert er að skoða afstöðu frambjóðenda til stjórnlagaþings til aðskilnaðar ríkis og kirkju á vef Þjóðkirkjunnar. Forsaga málsins er að Þjóðkirkjan sendi öllum frambjóðendum eftirfarandi bréf:

———-

Biskupsstofa fer þess visamlegast  á leit við þig að þú gerir í stuttu máli grein fyrir afstöðu þinni til 62. gr. stjórnarskrárinnar sem hljóðar svo:

„Hin evangeliska  lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum.”

1. Telur þú þörf á að breyta þessari grein? Ef svo er hvernig?
2. Hver er afstaða þín til núverandi sambands ríkis og þjóðkirkju?

———-

Áhugaverð svör
Ég las yfir svör þeirra sem vilja ekki afnema sérstaka vernd Þjóðkirkjunnar í 62. grein og vilja ekki aðskilnað ríkis og kirkju. Við lesturinn fann ég margar „áhugverðar“ skoðanir. Ég deili hér nokkrum með ykkur. (Mín svör eru hér.) (meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka