Hverja á að kjósa?

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Það er töluverð vinna að velja frambjóðendur til að kjósa næsta laugardag á stjórnlagaþing. Sérstaklega þar sem ég vil ekki taka afstöðu fyrr en ég hef kynnt mér skoðanir allra þeirra sem eru í framboði. Töluvert er af góðum upplýsingum á netinu sem kjósendur geta nýtt sér. Svona ætla ég að finna mína frambjóðendur: 1) Ég skoða alla frambjóðendur á …

Lélegur frambjóðandi hugsar upphátt

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ástæðurnar fyrir því að ég er í framboði til stjórnlagaþings eru nokkrar. Ég tel að stjórnarskráin komi öllum við og að almenningur eigi að taka þátt í að endurskoða hana. Ég leyfi mér að líta á það sem ákveðna þegnskyldu að bjóða sig fram til stjórnlagaþings. Svo hef ég auðvitað ákveðnar hugmyndir um stjórnarskránna og stjórnlagaþingið sjálft sem lesa má …

Frambjóðendur skora á RÚV

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Frambjóðendur til stjórnlagaþings eru flestir skráðir á sameiginlegan póstlista þar sem málefni stjórnlagaþings eru rædd. Mikil samstaða er meðal frambjóðenda á þessum lista um mörg mál og er það verulega jákvætt. Á umræddum lista hefur töluvert verið fjallað um þá ákvörðun Ríkisútvarpsins að fjalla ekkert um frambjóðendur til stjórnlagaþings. Upp kom sú tillaga að senda Ríkistútvarpinu áskorun um að sinna …

Löngu tímabær rannsókn á stuðningi Íslands við innrásina í Írak árið 2003

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Þrjátíu þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að rannsakað verði hvernig Ísland lenti á lista „hinna viljugu þjóða“ þegar innrásin í Írak var gerð árið 2003. Ég vona svo sannarlega að tillagan verði samþykkt því það er löngu tímabært að rannsaka hvernig Ísland var formlega sett á þennan lista. Hlutverk rannsóknarnefndar verður meðal annars að athuga:

Kirkjan er fjórða valdið, önnur trúarbrögð eru hættuleg og hætt verður að halda jól og skíra börn ef ríki og kirkja verða aðskilin.

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Áhugavert er að skoða afstöðu frambjóðenda til stjórnlagaþings til aðskilnaðar ríkis og kirkju á vef Þjóðkirkjunnar. Forsaga málsins er að Þjóðkirkjan sendi öllum frambjóðendum eftirfarandi bréf: ———- Biskupsstofa fer þess visamlegast  á leit við þig að þú gerir í stuttu máli grein fyrir afstöðu þinni til 62. gr. stjórnarskrárinnar sem hljóðar svo: „Hin evangeliska  lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á …

Takmarka þarf vald stjórnvalda til að styðja stríðsátök í nafni íslensku þjóðarinnar

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Í fjölmiðlum í dag er fjallað um það hvernig tveir ráðamenn, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, gerðu Íslendinga samseka í ólöglegu árásarstríði Bandaríkjanna gegn Írak í mars 2003. Í frétt á Vísi.is segir m.a.: „Fram hefur komið að Halldór Ásgrímsson, þá utanríkisráðherra, og Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, tóku ákvörðun um stuðning, án samráðs við aðra. Nýlega kom hins vegar á …

Ítarlegri svör við spurningum DV til frambjóðenda til stjórnlagaþings

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Í stefnuskrá minni segi ég: „Verði ég kosinn mun ég kappkosta að kynna mér afstöðu sem flestra til stjórnarskrárinnar. Þetta mun ég gera bæði með því að fylgjast með umræðunni á komandi vikum og hlusta á niðurstöður Þjóðfundar. Ég mun opna vefsíðu þar sem samborgurum mínum gefst kostur á að senda inn hugmyndir sínar og væntingar um breytta stjórnarskrá. Nú …

Fyrirspurn Þjóðkirkjunnar vegna stjórnalagaþings svarað

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Verkefnastjórar á Biskupsstofu hafa sent öllum frambjóðendum til stjórnlagaþings fyrirspurn um afstöðu frambjóðenda til sambands ríkis og kirkju. Hér fyrir neðan er mitt svar og neðst er að finna bréfið sem barst frá Biskupsstofu. Kæri viðtakandi, Ég þakka ykkur fyrir fyrirspurnina. Afstaða mín til 62. greinar stjórnarskrárnar er skýr og öllum aðgengileg á kosningasíðu minni: http://www.facebook.com/sigurd.holm.a.stjornlagathing 1.       Telur þú þörf …