Meirihluti þingmanna styður nýja stjórnarskrá

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Ef marka má vefsíðuna 20.oktober.is þá styðja 32 af 63 þingmönnum nýju stjórnarskránna. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum úr heimi stærðfræðinnar þýðir þetta að meirihlutastuðningur er við nýja stjórnarskrá á Alþingi. Eftir hverju er þingheimur þá að bíða? Það er nánast öruggt að ef (þegar) Sjálfstæðisflokkurinn tekur við völdum eftir næstu kosningar verður lítið sem ekkert úr stjórnarskrárbreytingum. Það er móðgun við …

Stjórnarskráin: Af hverju mega þingmenn ekki kjósa?

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar5 skoðanir

Þann 20. október 2012 kusu landsmenn um drög að nýrri stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta var stórmerkileg atkvæðagreiðsla og niðurstaðan var skýr. Meirihluti samþykkti drögin. Búið er að vinna málið á þingi og eru þingmenn missáttir við niðurstöðuna. Það er eðlilegt. Í fyrsta lagi er örugglega alltaf hægt að vinna málið betur og í öðru lagi hafa ákveðnir þingmenn alltaf verið …

Hvaða áhrif mun ný stjórnarskrá hafa á stöðu Þjóðkirkjunnar?

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar1 skoðun

Það er hvorki sjálfsagt eða eðlilegt að ein kirkja, eitt trúfélag, njóti sérstakra forréttinda eða verndar í stjórnarskrá.

Stjórnarskráin okkar á að tryggja fullt trúfrelsi og jafnræði borgaranna óháð lífsskoðun þeirra.

Hlutverk stjórnarskráa almennt er einmitt að tryggja almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni.

Því er mikilvægt að fólk svari spurningu þrjú:

„Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?“ með því að merkja við NEI.

Hræðsla við nýja stjórnarskrá er byggð á ótta um að missa völd

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt1 skoðun

Ég held því fram að þeir stjórnmálamenn, og aðrir áhrifamenn,  sem vilja fella tillögur stjórnlagaráðs eða draga úr kjörsókn í komandi kosningum séu hræddir við breytingar. Þeir óttast að missa völd, þeir hafa eitthvað að fela. Ég hef ekki enn séð nein málefnaleg rök gegn tillögu stjórnlagaráðs. Frumvarp til nýrrar stjórnarskrár getur aldrei verið þannig að allir verði fullkomlega sáttir …

Hugleiðingar um kosningu um stjórnarskrá 20. október

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar3 skoðanir

Hér eru mínar hugleiðingar um komandi kosningu um tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá. Ég sat fund um komandi stjórnarskrárkosningu síðastliðinn laugardag í Iðnó.  Nokkrir fulltrúar úr stjórnlagaráði fluttu erindi og voru þau öll áhugaverð og gagnleg. Skemmtilegt hvað ég gat verið sammála öllum ræðumönnum í flestum atriðum.  Fjallað var um kosninguna í heild og þær auka fimm spurningar sem kjósendum …

Stjórnlagaþing – taka tvö

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ákvörðun Hæstaréttar að ógilda stjórnlagaþingskosningarnar með einu pennastriki er ansi sérstök. Ég fæ ekki séð að framkvæmdaratriðin sem gagnrýnd voru í áliti Hæstaréttar hafi verið þess eðlis að nauðsynlegt hafi verið að ógilda heilar kosningar. En hvað um það? Ég ætla ekki að deila við dómarana. Ég nenni því ekki. Ég ætla að leyfa mér að líta á ákvörðun Hæstaréttar …

Séð & Heyrt frambjóðendurnir

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Mér sýnist að fullt af góðu fólki hafi náð kjöri á stjórnlagaþing. Ég kaus fjóra á þessum lista og nokkuð ánægður með það. Ég er þó ekki alveg sáttur við niðurstöðuna. Stjórnlagaþingið mun ekki samanstanda af „almenningi“ heldur af fræga fólkinu. Ég fæ ekki betur séð en að Séð & Heyrt frambjóðendurnir hafi fyrst og fremst náð kjöri. Þegar kjósandinn …

3436 – Kynning

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ég birti hér kynningarblað um framboð mitt. Hægt er að skoða kynninguna á vefnum, vista og prenta út. Skjalið er í Pdf formi. Ég bið lesendur vinsamlegast að dreifa til allra þeirra sem gætu haft áhuga. Bið fólk þó um að gæta sín að senda ekki óþarfa fjöldapóst. Tekið skal fram að ég kaupi engar auglýsingar. Ég útbjó kynninguna sjálfur …