Svalir siðleysingjar

Ungir frjálshyggjumenn hafa sett upp vefsíðu til minningar um morðingjann og “alþýðuhetjuna” Che Guevara. Ég mæli eindregið með þessari síðu. Það er óþolandi að sjá yfirlýsta vinstrisinnaða friðarsinna ganga um í bolum merkta þessum morðingja. Ég hvet frjálshyggjumenn til að fjalla næst um siðblindingjann, og frelsisgyðju margra frjálshyggjumanna, Margaret Thatcher. Thatcher er meðal annars þekkt fyrir að vera náinn vinur og stuðningsmaður stríðsglæpamannsins Augusto Pinochet. Frjálshyggjumenn virðast þó margir hverjir dást að Thatcher og ganga jafnel í bolum merkta henni.

(meira…)

Hvers vegna dó Bel?

Ný kvikmynd um píslarsögu Krists hefur vakið gríðarlega athygli og haft mikil áhrif á fólk víðs vegar um heiminn. Klerkar og aðrir trúarleiðtogar hafa margir sagt myndina stórkostlega og jafnvel blessaða því hún sýnir „rétt frá“ því hvernig Kristur þjáðist og dó fyrir syndir manna. Fyrir utan íslensk kvikmyndahús sem sýna píslarsöguna standa trúmenn og dreifa bæklingi með fyrirsögninni: „Hvers vegna dó Jesús?“ Þeir vita ekki píslarsaga Jesús er ekkert annað en gömul endurunninn goðsaga. Menn geta alveg eins spurt: „Hvers vegna dó Bel?“.

(meira…)

Barnaskapur eða heimsvaldastefna?

Það er ótrúlegt að hlusta á viðbrögð stjórnarliða við þeim eðlilegu og sjálfsögðu kröfum um að þeir biðji þjóðina afsökunar fyrir að hafa stutt hið svokallaða stríð gegn hryðjuverkum í Írak. Ekkert bendir til annars en að engin gjöreyðingavopn séu að finna í landinu og því ekki ein einasta réttlæting fyrir stríðrekstrinum. Það er ekkert grín að styðja árásarstríð enda hafa þúsundir manna, kvenna og barna látið lífið og örkumlast fyrir lífstíð vegna stríðsins.

(meira…)

Fæðingu sólarinnar fagnað

Í gær voru vetrarsólstöður og þar með stysti dagur ársins. Frá og með deginum í dag fer sólin að hækka á lofti og dagarnir verða lengri. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að jólin eru haldin hátíðleg ár hvert. Jólahátíðin er ævaforn hátíð þar sem menn fagna endurfæðingu sólarinnar og upphaf nýs árs. Trúin á guðlegt vald sólarinnar er ævaforn og að mörgu leiti skiljanleg trú, enda má segja að sólin sé lífsgjafi jarðarinnar. Fyrr á öldum persónugerði mannfólkið sólina í fjölmörgum sólguðum og í dag er vinsælastur á meðal þeirra frelsarinn Jesús frá Nasaret.

(meira…)

Marteinn Lúter – siðbótamaður eða siðleysingi?

Þjóðkirkja landsins er nefnd eftir „siðbótamanninum“ Marteini Lúter. Íslenskir guðfræðingar segjast flestir byggja túlkun sína á siðferðisboðskap kristinnar trúar á ritum og skýringum Lúters. Eftir margra ára grunn- og framhaldsskólagöngu kemst ekki eitt einasta mannsbarn hjá því að líta á Lúter sem hugrakkan umbótamann. Sannleikurinn er hins vegar allt annar. Lúter var ofstækisfullur gyðingahatari. Hann átti í reglulegum bardögum við sjálfan djöfulinn. Hann bar enga virðingu fyrir réttindum kvenna og hann hvatti höfðingja til að myrða uppreisnarmenn og galdrakonur. Lúter var líklegast alvarlega veikur á geði og skrif hans og athafnir sanna að hann var siðleysingi.

(meira…)

Carl Sagan – Verðug fyrirmynd II

Carl_Sagan_Planetary_SocietyVísindamaðurinn, rithöfundurinn og mannvinurinn Carl Sagan (1934-1996)
er einn þeirra fáu einstaklinga sem hafa haft mikil áhrif á mig. Ljóðrænar lýsingar hans á alheiminum hafa nánast trúarleg áhrif á mann og hugleiðingar hans um rökhugsun og umburðarlyndi eru svo skilmerkilega settar fram að enginn sem þær les eða heyrir getur verið ósnortinn.

(meira…)

Thomas Paine – Verðug fyrirmynd

Ef ég á mér einhverja fyrirmynd þá er það Thomas Paine sem fæddist árið 1737 en lést árið 1809. Paine var einstaklega aðdáunarverður einstaklingur. Hann ,,…átti þátt í að skapa stjórnarskrár Bandaríkjanna og Frakklands, hann barðist fyrir og var fyrstur manna til að berjast fyrir því velferðarkerfi sem vesturlandabúar búa við í dag, hann var einn sá allra fyrsti til að berjast gegn þrælahaldi og hann var einnig einn af þeim allra fyrstu sem börðust fyrir því að konur fengju sama rétt og karlar.“

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka