Lúter í ljósi Krists

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

„Eins og Lúter hvatti okkur að gera, að lesa Biblíuna í ljósi Krists.“ Þetta sagði presturinn og baráttujaxlinn Örn Bárður Jónsson í Silfri Egils í kvöld. Ég hef oft gaman af Erni. Hann segir það sem honum finnst og er oft áberandi í baráttunni fyrir mannréttindum. Það kemur mér hins vegar alltaf ótrúlega mikið á óvart þegar menn vitna í …

Hvers vegna dó Bel?

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Ný kvikmynd um píslarsögu Krists hefur vakið gríðarlega athygli og haft mikil áhrif á fólk víðs vegar um heiminn. Klerkar og aðrir trúarleiðtogar hafa margir sagt myndina stórkostlega og jafnvel blessaða því hún sýnir „rétt frá“ því hvernig Kristur þjáðist og dó fyrir syndir manna. Fyrir utan íslensk kvikmyndahús sem sýna píslarsöguna standa trúmenn og dreifa bæklingi með fyrirsögninni: „Hvers …

Barnaskapur eða heimsvaldastefna?

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Það er ótrúlegt að hlusta á viðbrögð stjórnarliða við þeim eðlilegu og sjálfsögðu kröfum um að þeir biðji þjóðina afsökunar fyrir að hafa stutt hið svokallaða stríð gegn hryðjuverkum í Írak. Ekkert bendir til annars en að engin gjöreyðingavopn séu að finna í landinu og því ekki ein einasta réttlæting fyrir stríðrekstrinum. Það er ekkert grín að styðja árásarstríð enda …

Fæðingu sólarinnar fagnað

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Í gær voru vetrarsólstöður og þar með stysti dagur ársins. Frá og með deginum í dag fer sólin að hækka á lofti og dagarnir verða lengri. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að jólin eru haldin hátíðleg ár hvert. Jólahátíðin er ævaforn hátíð þar sem menn fagna endurfæðingu sólarinnar og upphaf nýs árs. Trúin á guðlegt vald sólarinnar er ævaforn …

Marteinn Lúter – siðbótamaður eða siðleysingi?

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Þjóðkirkja landsins er nefnd eftir „siðbótamanninum“ Marteini Lúter. Íslenskir guðfræðingar segjast flestir byggja túlkun sína á siðferðisboðskap kristinnar trúar á ritum og skýringum Lúters. Eftir margra ára grunn- og framhaldsskólagöngu kemst ekki eitt einasta mannsbarn hjá því að líta á Lúter sem hugrakkan umbótamann. Sannleikurinn er hins vegar allt annar. Lúter var ofstækisfullur gyðingahatari. Hann átti í reglulegum bardögum við …

Thomas Paine – Verðug fyrirmynd

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Ef ég á mér einhverja fyrirmynd þá er það Thomas Paine sem fæddist árið 1737 en lést árið 1809. Paine var einstaklega aðdáunarverður einstaklingur. Hann ,,…átti þátt í að skapa stjórnarskrár Bandaríkjanna og Frakklands, hann barðist fyrir og var fyrstur manna til að berjast fyrir því velferðarkerfi sem vesturlandabúar búa við í dag, hann var einn sá allra fyrsti til …

Thomas Paine (1737-1809) – fjórði hluti – Aftur heim til Ameríku

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Þegar Paine fluttist aftur til Ameríku árið 1802 varð hann strax var við að vinsældir hans höfðu vægast sagt dvínað. Thomas Jeffersson (1743-1826) þriðji og þáverandi forseti Bandaríkjanna hafði boðist til að senda skip til að ferja Paine til Ameríku en Paine hafnaði þessu tilboði vinar síns af ótta við að koma óorði á hann.