Jól og borgaraleg ferming: Dæmisaga um bjálkann og flísina

Orðið jól er alls ekki kristilegt hugtak heldur að öllu leyti heiðið heiti sem Kristnir tóku síðar upp (stálu?) yfir hátíð sem með réttu kallast Kristsmessa.  Heiðingjarnir sem héldu upp á jólin, löngu fyrir meinta fæðingu Jesú, gerðu sér glaðan dag 25. desember. Þeir gáfu gjafir, hengdu upp mistilteina og skreyttu tré. Kannist þið við þessar „kristnu“ hefðir?

Jólin: Þegar ljósið sigrar myrkrið

Stysti dagur ársins er 21. desember þetta árið. Í kjölfarið fæðist ný sól þegar dag tekur að lengja á ný. Fæðingu sólarinnar er fagnað víðs vegar um heim nú sem áður enda tilefnið ærið. Sólin, lífsgjafi Jarðarinnar, hefur sigrað myrkrið enn á ný. Þess vegna hafa menn haldið jól og aðrar hátíðir á þessum tíma í mörg hundruð ár. Upp á síðkastið (í sögulegu samhengi) tóku kristnir upp á því að halda jól líka og fagna með okkur hinum. Það besta við jólahátíðina er að hún er í eðli sínu sammannleg hátíð. Það skiptir engu máli hvaða trúarskoðanir fólk hefur. Ljósið sigrar alltaf myrkrið um jólin og yfir því geta allir glaðst.

Gleðileg jól!

Hér fyrir neðan er hægt að lesa ítarlegri umfjöllun mína um uppruna jólanna. Greinin var skrifuð í fyrra. (meira…)

Jólin og fæðing hinnar ósigruðu sólar

Dagurinn í dag er níu sekúndum lengri en gærdagurinn, sem var stysti dagur ársins. Er það mikið fagnaðarefni og í raun helsta ástæðan fyrir því að haldið er upp á jól. Það er í það minnsta uppruni jólahátíðarinnar. Flestir halda að jólahátíðin eigi rætur í kristinni trú en það ekki allskostar rétt. Jólin er heiðin sólarhátíð sem kristnir menn breyttu síðar í kristilega hátíð. Til forna fögnuði menn og konur „fæðingu hinnar ósigruðu sólar“. Þessi hátíðarhöld breyttust svo smá saman í hátíð í tilefni „fæðingu hins ósigraða sonar“.  (Sjá nánar: Fæðingu sólarinnar fagnað, þar sem fjallað er um fornar heiðnar hátíðir sem flestar voru haldnar í tengslum við sólina og sólguði). (meira…)

The Curse of Ignorance

The Curse of Ignorance

Eftir: Arthur Findlay

Umfjöllun:

Einfaldlega ein af mínum uppáhaldsbókum. The Curse of Ignorance er merkilegasta sagnfræðirit sem ég hef lesið. Bókin kom fyrst út árið 1947 og er meistaraverk skoska athafnamannsins, fríþenkjarans og spíritistans Arthur Findlay. Þegar seinni heimstyrjöldin skall á var Findlay nóg boðið. Hann taldi fáfræði mannsins helstu orsök stríðsins mikla og hann vissi að ef almenningur lærði ekki óritskoðaða sögu mannsins gæti hann aldrei lært af reynslunni. Sagan er oftast skrifuð af sigurvegurunum sem oftar en ekki ritskoða neikvæðar staðreyndir um þá sjálfa. Þessu vildi Findlay breyta. (meira…)

Lúther og gyðingahatrið – ritskoðun sögunnar

Vinur minn hafði samband við mig og benti mér á að ritskoðun færi fram á vefnum www.tru.is sem Þjóðkirkjan heldur úti. Á vefnum er fólki boðið upp á að senda inn spurningar sem tengjast trúmálum. Í nýlegu færslu er verið að verið að svara spurningunni „Hverjir voru Páll postuli og Martin Lúther?“ Vinur minn ákvað að senda inn athugasemd við svarið sem þar birtist og spyr hvort ekki sé eðlilegt að segja alla söguna um Lúther. Til að mynda er hvergi minnst á gyðingahatur Lúthers og þá staðreynd að hann skrifaði bók þar sem hann hvatti til þess að gyðingar yrðu myrtir. Þessi athugasemd hefur ekki verið birt á www.tru.is af einhverjum ástæðum. Er ekki í lagi að fólk viti allt um Martin Lúther? Af einhverjum ástæðum „gleymist“ alltaf að kenna um þetta ofstæki hans.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka