Forseti Gídeonfélagsins berst gegn öfgatrúleysinu

Fjalar Freyr Einarsson, forseti Gídeonfélagsins, skrifar grein í Fréttablaðið í gær um þá tillögu Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar að settar verði reglur um trúboð og trúariðkun í opinberum skólum. Fjalar Freyr skrifar undir greinina sem kennari en minnist ekki á það einu orði að hann er forseti Gídeonfélagsins. Hann minnist heldur ekki á það að hann hefur áður skrifað greinar þar sem hann hefur verið með hrein ósannindi um Siðmennt og aðra „öfgatrúleysingja“. Hann gleymir líka að segja okkur frá því að hann hefur óskað eftir því að Fréttablaðið, sem birtir grein hans, ritskoði greinar frá húmanistum og birti þær alls ekki.

Tourette og trúleysi
Grunnskólakennarinn Fjalar Freyr er þeirrar skoðunar að trúarlegt starf eigi vel heima í skólum og telur í góðu lagi börn með önnur lífsgildi séu einfaldlega send í aðrar kennslustofur á meðan trúboð í boði hins opinbera á sér stað. Grunar mig að Fjalar Freyr, forseti Gídeonfélagsins, sé honum sammála. (meira…)

Biskupsfulltrúa svarað

Í laugardagsblaði Morgunblaðsins 4. desember sl. er fjallað um athugasemdir Gísla Jónassonar, prófasts og fulltrúa biskups, við tillögu Mannréttindaráðs Reykjavíkur að reglum um samskipti leik- og grunnskóla og frístundaheimila við…

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka