Sóknarprestur misskilur hugtökin trúfrelsi og veraldlegt samfélag

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar4 skoðanir

Sóknarpresturinn Gunnar Jóhannesson skrifar grein á visir.is í dag þar sem hann fjallar um stefnu Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Eins og virðist vera algengt hjá prestlærðu fólki misskilur Gunnar viljandi eða óviljandi stefnu Siðmenntar og grundvallarhugtök eins og trúfrelsi og veraldlegt samfélag. Gunnar vísar í grein mína Stefna Siðmenntar í trúfrelsismálum er skýr og óbreytt þar sem ég …

Um afstæðishyggju og trúboð í skólum

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Bjarni Karlsson sóknarprestur hefur skrifað enn eina greinina til að kvarta yfir tillögum sem fjalla um samskipti skóla og trúfélaga í borginni. Ég fullyrði að hann setur engin ný gagnleg rök fram í grein sinni og því óþarfi að svara henni efnislega. (Þeir sem eru áhugasamir um efnið geta skoðað greinar um skóla og trú hér). Það sem vakti athygli …

Ekki áróður heldur SANNLEIKUR

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Maður sem sagðist vera frá Gídeonfélaginu stoppaði mig á förnum vegi í gær. „Ég þarf að ræða við þig Sigurður“ sagði hann. „Við viljum að þú hættir að berjast gegn því að við Gídeonmenn fáum að gefa börnum Nýja Testamentið og boða SANNLEIKANN“ (Hann lagði mikla áherslu orðið). Ég benti honum á að hann mætti gefa börnum NT og boða …

Forseti Gídeonfélagsins berst gegn öfgatrúleysinu

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Fjalar Freyr Einarsson, forseti Gídeonfélagsins, skrifar grein í Fréttablaðið í gær um þá tillögu Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar að settar verði reglur um trúboð og trúariðkun í opinberum skólum. Fjalar Freyr skrifar undir greinina sem kennari en minnist ekki á það einu orði að hann er forseti Gídeonfélagsins. Hann minnist heldur ekki á það að hann hefur áður skrifað greinar þar sem …

Biskupsfulltrúa svarað

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Í laugardagsblaði Morgunblaðsins 4. desember sl. er fjallað um athugasemdir Gísla Jónassonar, prófasts og fulltrúa biskups, við tillögu Mannréttindaráðs Reykjavíkur að reglum um samskipti leik- og grunnskóla og frístundaheimila við trúar- og lífsskoðunarfélög. Gísli er afar ósáttur við tillöguna og hyggst leita réttar síns fyrir dómstólum verði hún samþykkt óbreytt. Ekki er ljóst hvort Gísli hefur lesið tillöguna sem hann …

Endurbætt tillaga um reglur gegn trúboði og trúariðkun í opinberum skólum

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Mannréttindaráð Reykjavíkur lagði í dag fram endurbætta tillögu að reglum sem eiga að koma í veg fyrir trúboð og trúariðkun í opinberum skólum. Tillagan er birt í heild sinni hér fyrir neðan. Mér sýnist á öllu að þetta séu mjög góðar endurbætur. Ég skora á fólk að gagnrýna tillöguna málefnalega. Ég trúi því ekki að margir Íslendingar séu á móti …

Fyrirsjáanleg og afhjúpandi umræða um trúboð í skólum

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar2 skoðanir

Hún hefur verið í senn fyrirsjáanleg og afhjúpandi umræðan síðustu daga um þá tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkur að banna trúboð og trúariðkun í opinberum skólum.  Fyrirsjáanleg að því leyti að rétt eins og áður virðast starfsmenn kirkjunnar, og í sumum tilfellum fjölmiðlamenn, algerlega ófærir um að ræða málefnalega um trúboð og trúariðkun í skólum. Í stað þess að segja satt og …

Ísland í bítið fjallar um trúboð í skólum – opið bréf

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Góðan dag morgunhanar í Íslandi í bítið á Bylgjunni (Heimir, Kolbrún og Þráinn), Ég vil byrja á því að þakka ykkur fyrir oft góðan þátt. Ég á þó til með að gagnrýna ófaglega og hlutdræga umfjöllun ykkar um tillögu Mannréttindaráðs þess efnis að trúboð og trúariðkun fari ekki fram í opinberum skólum. Í þætti ykkar í gær fjölluðuð þið ekki …