Sóknarprestur er sammála Siðmennt

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Sóknarpresturinn Gunnar Jóhannesson fjallar enn um trúfrelsisstefnu Siðmenntar í Fréttablaðinu 18. júlí síðastliðinn. Það sem vakti mest athygli mína við nýjustu grein Gunnars er að hann virðist algjörlega sammála grundvallarstefnu Siðmenntar sem hann er þó að gagnrýna: „Ég tek sannarlega undir það að hinu opinbera skuli ekki stjórnað á tilteknum trúarlegum forsendum sem bindandi séu fyrir alla þegna, að því …

Sóknarprestur misskilur hugtökin trúfrelsi og veraldlegt samfélag

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Sóknarpresturinn Gunnar Jóhannesson skrifar grein á visir.is í dag þar sem hann fjallar um stefnu Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Eins og virðist vera algengt hjá prestlærðu fólki misskilur Gunnar viljandi eða óviljandi stefnu Siðmenntar og grundvallarhugtök eins og trúfrelsi og veraldlegt samfélag. Gunnar vísar í grein mína Stefna Siðmenntar í trúfrelsismálum er skýr og óbreytt þar sem ég …

Þrjár athugasemdir við predikun biskups

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Biskup predikaði við þingsetningu í gær, eins óviðeigandi og það nú er. Á meðan heimspekingur flutti hugvekju á vegum Siðmenntar um Lýðræði og ríkisvald á Hótel Borg vitnaði biskup í Biblíuna í Dómkirkjunni og sagði ýmislegt ágætt, eins og gengur. Hún sagði þó ýmislegt sem mig langar til að gera athugasemdir við. 1. Forsenda friðar? „Fyrir 1000 árum eða svo gerði Alþingi, …

Tvö viðtöl um Siðmennt

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ég og Jóhann Björnsson, kennari og heimspekingur, fórum í tvö viðtöl á Rás 2 í vikunni og fjölluðum um Siðmennt (Morgunútvarpið – Síðdegisútvarpið). Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi er nú skráð lífsskoðunarfélag, það fyrsta sinna tegundar á Íslandi. Nú geta þeir sem telja sig ekki eiga heima í trúfélagi skráð sig í Siðmennt hjá Þjóðskrá og styrkt þannig …

Stefna Siðmenntar í trúfrelsismálum er skýr og óbreytt

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Siðmennt er nú skráð lífsskoðunarfélag sem þýðir að félagið fær sömu réttindi og skráð trúfélög á Íslandi. Þannig geta þeir sem styðja hugmyndafræði Siðmenntar skráð sig í félagið sér að kostaðarlaus í gegnum Þjóðskrá og þá rennur sóknargjald þeirra til Siðmenntar. Þetta er betra en að standa utan trúfélaga þar sem þá rennur sóknargjaldið einfaldlega í ríkiskassann. Er þetta mikilvægt …

Skráið ykkur í Siðmennt hjá Þjóðskrá

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Þann 3. maí síðastliðinn var mikilvægt mannréttindaskref stigið þegar Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi var lögformlega skráð sem fyrsta lífsskoðunarfélagið á Íslandi. Siðmennt er þannig fyrsta veraldlega félagið sem fær sambærileg réttindi og skyldur og trúfélög á Íslandi. Þann 30. janúar 2013 samþykkti Alþingi Íslendinga  að breyta lögum um skráð trúfélög í lög um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. …

Viðtal: Stefna Siðmenntar í kjölfar nýrra laga um lífsskoðunarfélög

Sigurður Hólm GunnarssonHljóð og mynd

Í dag var birt viðtal við mig á vefritinu Vantrú. Í viðtalinu fjalla ég um ný lög um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög og hvaða áhrif þau munu hafa á starfsemi Siðmenntar. Strax eftir að lögin voru samþykkt sendi Siðmennt inn umsókn um skráningu sem lífsskoðunarfélag. Ef umsókn Siðmenntar verður samþykkt mun það efla töluvert stöðu þeirra sem vilja fullt trúfrelsi …

Veraldleg lífsskoðunarfélög loksins viðurkennd: Baráttumál Siðmenntar í nær 13 ár

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Í dag þann 30. janúar 2013 samþykkti Alþingi Íslendinga breytingar á lögum sem heimila lífsskoðunarfélögum að sækja um skráningu sem slík félög og öðlast þar með sambærileg réttindi og skráð trúfélög. Þetta er mikið framfaraskref og mikill sigur fyrir félög eins og Siðmennt sem hefur barist fyrir breytingum í þessa átt í mörg ár (Fréttatilkynning frá Siðmennt 2013). Sögulegt yfirlit Það …