Mikill áhugi á borgaralegum athöfnum

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Fjórtánda borgaralega ferming Siðmenntar var haldin í Háskólabíói í gær. Fjörutíu og níu krakkar fermdust borgaralega að þessu sinni og um 900 manns voru viðstaddir athöfnina. Samanlagt hafa því um 500 börn fermst borgaralega frá árinu 1989 og nálægt 7000 vinir og vandamenn hafa fylgst með þessum borgaralegu manndómsvígslum. Hvað er borgaraleg ferming? Enn virðist ríkja nokkur misskilningur í samfélaginu …

Námskráin og trúboð

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Það hefur verið skilningur manna í hinum vestræna heimi um þó nokkurn tíma að skólar sem fjármagnaðir eru með opinberu fé skuli vera hlutlausir og um leið veraldlegar stofnanir. Markmið stjórnvalda á að vera að vernda rétt manna til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Þess vegna er mikilvægt námsefni í opinberum skólum sé hlutlaust, laust við …