Siðmennt

Af hverju er ég siðrænn húmanisti?

Af hverju er ég siðrænn húmanisti?

Hvað þýðir það eiginlega að vera „siðrænn húmanisti“? Þetta er spurning sem ég fæ reglulega, enda hef ég verið í stjórn Siðmenntar - Félagi siðrænna húmanista á Íslandi lengi og nú formaður. Svarið er ekki endilega einfalt enda skilgreina húmanistar sig svolítið á...

Jól og borgaraleg ferming: Dæmisaga um bjálkann og flísina

Jól og borgaraleg ferming: Dæmisaga um bjálkann og flísina

Orðið jól er alls ekki kristilegt hugtak heldur að öllu leyti heiðið heiti sem Kristnir tóku síðar upp (stálu?) yfir hátíð sem með réttu kallast Kristsmessa. 

Heiðingjarnir sem héldu upp á jólin, löngu fyrir meinta fæðingu Jesú, gerðu sér glaðan dag 25. desember. Þeir gáfu gjafir, hengdu upp mistilteina og skreyttu tré. Kannist þið við þessar „kristnu“ hefðir?

Húmanisti mætir á fund hjá Samráðsvettvangi trúfélaga

Húmanisti mætir á fund hjá Samráðsvettvangi trúfélaga

Í dag mætti ég í fyrsta sinn á fund hjá Samráðsvettvangi trúfélaga en markmið „samráðsvettvangsins er að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli fólks með ólík lífsviðhorf og af ólíkum trúarhópum og trúarbrögðum og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi.“ Upplifun mín af þessum fundi var góð.

Það er hollt að hlusta og víkka sjóndeildarhringinn.

Trúleysingjar fresti eigin dauðdaga

Trúleysingjar fresti eigin dauðdaga

Næstu tvo mánuði verður Fossvogskirkja lokuð vegna viðgerða. Þar með hafa trúleysingjar og aðrir sem ekki játa kristna trú í raun ekki í nein opinber hús að venda ef þeir taka upp á því að hrökkva upp af. Ekki má halda veraldlegar útfarir í kirkjum Þjóðkirkjunnar (1)...

Málþing um líknardauða (Myndband)

Siðmennt hélt afskaplega áhugavert málþing um líknardauða síðastliðinn fimmtudag. Markmiðið var að fjalla um þetta viðkvæma málefni út frá sjónarhóli heimspekinnar og út frá upplifun aðstandenda. Yfirskrift málþingsins var: „Að deyja með reisn – líknardauði”. Hægt er...

Má ég fá hjálp við að deyja? Hugleiðingar um líknardauða

Má ég fá hjálp við að deyja? Hugleiðingar um líknardauða

Í stuttu máli er niðurstaða mín sú að lögleiðing líknardráps með skýrum skilyrðum ætti ekki að vera íþyngjandi fyrir aðra og hægt er að haga málum þannig að litlar líkur séu á misnotkun. Skýr lög myndu ekki hafa nein bein áhrif á þá sem eru, af trúarlegum eða siðferðilegum forsendum, á móti líknardauða.

Með því að bjóða upp á líknardauða með skýrum skilyrðum er verið að bjóða upp á mannúðlegan valkost fyrir þá sem kjósa af yfirlögðu ráði að deyja með reisn og á eigin forsendum.

Ofstækið afhjúpað

Ofstækið afhjúpað

Í íslenskum veruleika er ýmislegt að óttast. Það sem við þurfum að óttast hvað mest þessa stundina er uppgangur fasískra öfgaafla sama í hvaða hópum þau öfl leynast. Ég tel það í raun hættulegt hversu algengt það er að fólk með öfgahægri skoðanir tjáir sig mikið af lítisvirðingu og hatri um aðra þjófélagshópa. Sumum finnst meira að segja í lagi að leggja til að ákveðin trúarbrögð verði bönnuð og það í nafni frelsisins.