Afnám verðtryggingar er barbabrella

Þessar hugleiðingar fóru í taugarnar á hagfræðingnum Ólafi Arnarssyni, sem mér skilst að sé einn stofnandi hópsins. Hann kallaði mig rassálf og spammara á meðan aðrir sökuðu mig um að styðja auðvaldið, að vera skuldlaus (sem hljómaði eins og glæpur) og að hafa hagnast á rányrkjunni. Varla þarf að taka fram að ég er saklaus af þessu öllu. Ólafur tók sig svo til og eyddi spurningu minni og þeirri umræðu sem hafði skapast um hana. Þetta kalla ég ritskoðun á háu stigi.

Óskaði formaður Flokksins eftir ritskoðun?

bjarni_ben

Nú hefur Hreinn Loftsson, sem er aðaleigandi DV, fullyrt í eigin fjölmiðli að Bjarni Ben, formaður Flokksins, hafi óskað eftir ritskoðun um mál sem tengjast honum. Bjarni neitar þessu eins og búast mátti við. Hann viðurkennir þó að hafa hringt í eiganda DV til að kvarta yfir blaðamanni blaðsins.

Þar sem Bjarni á að vita að eigendur eiga ekki að skipta sér af ritstjórnum eigin fjölmiðla verður símtal hans eigandans að teljast ansi taktlaust. Algerlega óháð því hvort hann bað formlega um ritskoðun eða ekki.

Hvað ef símtalið hefði þróast eins og neðangreint samtal? Hefði Bjarni sagt nei hefði Hreinn boðist til að hafa áhrif á fréttaflutning DV?

Áður óbirt (og skáldað) samtal Bjarna Ben og Hreins Loftssonar: (meira…)

Slúðurkenndar umsagnir Reynis

Reynir Traustason, blaðamaður á Fréttablaðinu, mætti Andrési Magnússyni í Ísland í bítið á Stöð 2 í morgun til að ræða pistil Andrésar, sem var birtur í Morgunblaðinu í morgun, um meinta ritskoðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á ritum sínum. Reynir sagði umfjöllun Andrésar um reynslu mína af ritskoðun á Vísi vera bæði slúðurkennda og loftkennda. Þessi skoðun rannsóknarblaðamannsins er vægast sagt undarleg þegar litið til þess að vitnisburður minn er bæði studdur af óvéfengjanlegum heimildum og nafngreindum vitnum.

(meira…)

Ritskoðun og eignarhald á fjölmiðlum

Andrés Magnússon skrifar áhugaverðan pistil í Morgunblaðið í morgun þar sem hann fjallar um meint afskipti Jóns Ásgeirs Jóhannessonar af fréttamiðlum sínum. Ólíkt Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, gerir Andrés tilraun til að rökstyðja þá skoðun sína að Fréttablaðið og aðrir „Baugsmiðlar“ séu ritstýrðir af eigendum sínum. Minnist Andrés meðal annars á reynslu undirritaðs af ritskoðun af hálfu Jóns Ásgeirs, en um hana hefur verið fjallað hér á Skoðun.

(meira…)

Áfram um ritskoðun

Steingrímur Ólafsson á www.frettir.com fjallar um grein mína frá því í gær þar sem ég segi frá ritskoðun sem átti sér stað á www.visir.is á meðan ég starfaði þar. Að gefnu tilefni skal það tekið skýrt fram að ég var ekki eina vitnið að þessari ritskoðun. Fréttir annarra blaðamanna voru einnig ritskoðaðar og athugasemdir voru sendar á ritstjórnarpóstinn sem margir höfðu aðgang að. Í einu skeytinu kom meðal annars fram: „Jón Ásgeir hafði samband og biður um að frétt sé eytt vegna þess að fréttin er röng.“

(meira…)

Er Fréttablaðið ritskoðað?

Áhugaverð umræða var í Íslandi í dag í gærkvöldi vegna hugsanlegra kaupa eigenda Fréttablaðsins á hinu gjaldþrota DV. Margir hafa áhyggjur af því að eignarhald fjölmiðla sé að færast á of fáar hendur hér á landi. Mörg dæmi eru um það víðs vegar um heiminn að eigendur fjölmiðla misnoti vald sitt og því ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að slíkt hið sama gæti gerst á Íslandi.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka