Andstæðingar frelsisins

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Það vantar ekki dramatíkina hjá sumum frjálshyggjumönnum þegar þeir setjast niður við skrif. Í ágætri grein sem er birt á frelsi.is í dag er kvartað yfir afskiptum ríkisins af menningu. Nú er sá sem þetta skrifar í meginatriðum sammála frelsispennanum. Ríkið á ekki að skipta sér af menningu með beinum hætti. Enda óskiljanlegt að ríkisvaldið þurfi að vera með puttana …

Eitt atvinnuráðuneyti

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Áhugavert hefur verið að fylgjast með orðaskiptum Össurar Skarphéðinssonar og Guðna Ágústssonar í fjölmiðlum í dag. Össur gerðist svo djarfur að leggja til að atvinnuráðuneytin yrðu sameinuð en Guðni vill ekki heyra á það minnst. Sannleikurinn er sá að landbúnaðarráðuneytið, sjávarútvegsráðuneytið og iðnaðarráðuneytið eru lítið annað en sérhagsmunaráðuneyti sem stimpla tillögur frá forystumönnum viðeigandi atvinnugreina. Mun eðlilegra væri að hafa …

Trúarlegt skegg bannað

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Fordómar manna gagnvart ólíkum lífsviðhorfum birtast í ýmsum myndum. Í Frakklandi skilst mér að þessir fordómar séu kenndir við umburðarlyndi, svo undarlega sem það kann að hljóma. Frönsk stjórnvöld hafa áhyggjur af kúgun múslímskra kvenna og eru þær áhyggjur í mörgum tilfellum á rökum reistar. Baráttuaðferð franskra stjórnvalda gegn trúarlegri kúgun er þó vægast sagt vafasöm. Þau vilja banna öll …

Heiðurslaun listamanna

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Það eru engin takmörk fyrir því hvað stjórnvöld hafa gaman að því eyða peningum landsmanna í gæluverkefni. Heiðurslaun listamanna eru þar gott dæmi. Á næsta ári munu 25 listamenn verða fastir áskrifendur að peningum landsmanna og fær hver þeirra 1,6 milljónir á ári fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. Af hverju eru ekki til heiðurslaun vefpenna sem eru á …

Rökrætt um ríkismenningu

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ég mætti Kolbeini Óttarssyni Proppé alltof snemma í einkarekna sjónvarpsþættinum Ísland i bítið í morgun til að ræða þá „mikilvægu skyldu“ ríkisins að bjóða landsmönnum upp á Sex and the City og aðrar sápuóperur. Eins og fyrr vorum við Kolbeinn ósammála um hvert hlutverk ríkisins eigi að vera í menningarlífi landsmanna en sammála vorum við þó um eitt. Það er …

Eru Múrverjar frjálshyggjumenn?

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Múrverjar voru fljótir að bregðast við pistli mínum um ríkisfjölmiðla sem birtist hér á Skoðun á fimmtudaginn. Kolbeinn Óttarsson Proppé hefur ýmislegt að athuga við þá skoðun mína að það sé ekki hlutverk ríkisvaldsins að sjá almenningi fyrir afþreyingu en lætur þó vera að rökstyðja málstað sinn með málefnalegum rökum. Í stað þess að ræða málið af yfirvegun og út …