Standa þarf vörð um lýðræðislegt hlutverk RÚV

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Í frjálsu lýðræðissamfélagi er gríðarlega mikilvægt að til séu fjölmiðlar sem bjóða upp á fréttir, fræðslu og gagnrýna umfjöllun um málefni líðandi stundar en eru i senn óháðir fjárhagsöflum og sérhagsmunum. Ég óttast boðaðan niðurskurð á Ríkisútvarpinu vegna þess að ég veit að margir vilja leggja fjölmiðilinn niður af hugmyndafræðilegum ástæðum. Það eru til valdamiklir hópar í okkar samfélagi sem …

Blautur hagræðingadraumur frjálshyggjumanna er martröð almennings

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Það virðist hlakka í Vigdísi Hauksdóttur og fleirum í hagræðingahópi ríkisstjórnarinnar. Enda er það blautur draumur frjálshyggju- og íhaldsmanna að skera niður hið ógurlega bákn. Sérstaklega þegar niðurskurðurinn hentar stjórnvöldum. Þar liggur RÚV vel við höggi. Vitanlega má hagræða og draga úr sóun hjá hinu opinbera en það er ekki skynsamlegt á krepputímum að draga úr umsvifum hins opinbera og …

Ríkisrekstur er ekki það sama og heimilisrekstur

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

„Staðreyndin er bara sú að við erum ein stór fjölskylda sem eyðir of miklu. Eins og ríkisreikningurinn sýnir þurfum við að gera betur.“ Þetta segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins Að bera ríkisrekstur saman við heimilisrekstur er vægast sagt vafasamt. Það vitlausasta sem hægt er að gera er að draga verulega úr umsvifum hins opinbera á meðan kaupmáttur almennings er …

Nei Brynjar Níelsson, Þjóðkirkjan er ekki fyrir alla!

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Hæstaréttarlögmaðurinn og þingmaðurinn Brynjar Níelsson rökstyður í nýrri grein af hverju ríkið eigi að styðja Þjóðkirkjuna. Nefnir hann þrjár röksemdir sem ég ætla að svara hér í stuttu máli. Í fyrsta lagi segir Brynjar að „yfirgnæfandi meirihluti landsmanna tilheyri hinni Lútersku þjóðkirkju“. Í öðru lagi endurtekur hann lygina um að Þjóðkirkjan veiti „öllum þjónustu og skiptir þá ekki máli hvort viðkomandi tilheyrir henni …

Hvert er hlutverk RÚV?

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Umræðan um tilvistarrétt Ríkisútvarpsins er áhugaverð. Sumir vilja nánast leggja ríkisfjölmiðilinn niður, aðrir vilja styrkja hann og enn aðrir gera töluverðar breytingar á starfseminni. Sjálfur hef ég nokkrum sinnum gagnrýnt RÚV og bæði verið sakaður um frjálshyggju og kommúnisma. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að það sé afar mikilvægt að hið opinbera tryggi að til staðar sé hlutlaus og vönduð …

Bruðl í utanríkisþjónustunni

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Samstarf við aðrar þjóðir er mikilvægt. Að sama skapi skiptir máli að Íslendingar á erlendri grund fái þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Það breytir ekki þeirri skoðun minni að séríslensk sendiráð og rándýrir sendiráðsbústaðir eru bruðl á kostnað skattgreiðenda. Væri ekki hægt gera samning til dæmis við önnur Norðurlönd á fleiri stöðum og reka sendiráð með þeim …

Að veðja á boð og bönn: Hugleiðingar um spilavíti

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Nú er ég ekki sérstakur áhugamaður um spilavíti og hef engra hagsmuna að gæta í þeim efnum. Ég leyfi mér þó að setja spurningamerki við þeirri kröfu margra að setja eigi blátt bann við rekstri slíkra stað. Sérstaklega ef þeir eru reknir undir ströngu eftirliti. Eitthvað þykir mér skorta á rökin í þeirri umræðu sem átt hefur sér stað undanfarið. …

Að banna mannlegan breyskleika

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Fyrr í dag sendi Tóbaksvarnarþing Læknafélags Íslands frá sér ályktun þar sem lagt er til að tóbak verði bannað á Íslandi.* Mun þetta vera klassískt dæmi um góðborgara sem telja sig geta bjargað heiminum með boðum og bönnum. Slíkt hefur auðvitað verið reynt áður, til dæmis með ofstækisfullu banni við neyslu áfengis í gamla daga og annarra vímuefna í dag. …