Hvert er hlutverk RÚV?

Umræðan um tilvistarrétt Ríkisútvarpsins er áhugaverð. Sumir vilja nánast leggja ríkisfjölmiðilinn niður, aðrir vilja styrkja hann og enn aðrir gera töluverðar breytingar á starfseminni. Sjálfur hef ég nokkrum sinnum gagnrýnt…

Að veðja á boð og bönn: Hugleiðingar um spilavíti

Nú er ég ekki sérstakur áhugamaður um spilavíti og hef engra hagsmuna að gæta í þeim efnum. Ég leyfi mér þó að setja spurningamerki við þeirri kröfu margra að setja eigi blátt bann við rekstri slíkra stað. Sérstaklega ef þeir eru reknir undir ströngu eftirliti. Eitthvað þykir mér skorta á rökin í þeirri umræðu sem átt hefur sér stað undanfarið. Þegar kemur að því að banna eitthvað með lögum er ekki nóg að láta tilfinningarnar einar ráða. Það er því ekki boðlegt að banna spilavíti vegna þess að einhverjir hafa þá skoðun að slík starfsemi sé ógeðfeld. Ég kalla eftir opinni og gagnrýnni umræðu.

Auðvitað er það slæmt að vera fíkill, hvort sem það er í áfengi, vímuefni, fjárhættuspil eða hvað eina. Þessu eru væntanlega allir sammála. Langflestir eru einnig sammála um að hið opinbera eigi að veita fólki í vanda aðstoð og reyna að draga úr óhamingju fólks.

Til að geta tekið upplýsta ákvörðun um rekstur spilavíta þurfa menn í það minnsta að velta fyrir sér tveim spurningum.

Í fyrsta lagi: „Er það ljóst að rekstur spilavíta undir ströngu eftirliti muni auka vanda þeirra sem þjást af spilafíkn?“ (meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka