Ríkismenning

Í nótt er menningarnótt (sem hefst reyndar á hádegi) og þá er gaman að vera til. Fjölbreytt dagskrá er á boðstólnum og mörg þúsund manns fylkjast niður í bæ og gera sér glaðan dag. Þó menningarnóttin sé stundum auglýst sem ókeypis viðburður þá er hún það svo sannarlega ekki.* Hún er m.a. greidd af skattgreiðendum, hvort sem þeir vilja það eða ekki. Er réttlætanlegt að yfirvöld skipti sér með þessum hætti af menningarneyslu fjöldans? Baráttumenn fyrir jöfnum tækifærum, réttlæti og frelsi einstaklingsins hljóta að svara þeirri spurningu neitandi.

(meira…)

Hugsjónum fórnað á altari flokkshollustu

Það kom fram í fréttum í gær að Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, væri megindráttum sammála þeirri gagnrýni sem fram hefur komið vegna væntanlegrar ríkisábyrgðar á lánum til Decode. Samt ætlar hann að fylgja flokkslínunni og greiða atkvæði sitt með þessu vafasama happadrætti á kostnað skattgreiðenda! Þetta er með ólíkindum. Samkvæmt 48. grein stjórnarskrá Íslands eru ,,Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína…“ Vilhjálmur hefur hér hins vegar gerst sekur um að fara gegn sannfæringu sinni og svíkur þannig kjósendur sína, sem treysta því að þeir sem kosnir eru á þing séu sjálfstæðir einstaklingar sem berjast fyrir því sem þeir trúa á en hegði sér ekki eins og sauðfé.

(meira…)

D – flokkur ríkisafskipta?

Ríkið skiptir sér af allt of mörgum málum. Trú og menningarneysla kemur t.a.m. ríkisvaldinu ekki við að mínu mati. Íhaldsmennirnir í Sjálfstæðisflokknum eru mér ósammála ef marka má þær ályktanir sem hafa verið lagðar fram til samþykktar á þingi flokksins sem hefst næstkomandi fimmtudag.

(meira…)

100 þúsund á mánuði til götusópara ævilangt

Hvað ólíklegt við þessa fyrirsögn? Orðið götusópari. Það er augljóst að götusóparar eru ekki eins mikilvægir í okkar samfélagi og listamenn. Eða hvað? Alþingismenn virðast í það minnsta álíta að listamenn séu svo merkir og ómissandi þegnar í okkar samfélagi að reglulega þurfi að gefa völdum einstaklingum úr þessum hópi 100.000 krónur á mánuði ævilangt bara fyrir það að vinna vinnuna sína, eða að hafa unnið vinnuna sína á árum áður.

(meira…)

Ríkismenning og Pólitík.is

Um leið og ég óska félögum mínum í Ungum jafnaðarmönnum innilega til hamingju með nýja vefritið (www.politik.is) langar mig til að hvetja ritstjóra þessa ágæta rits til að endurskoða ritstjórnarstefnu sína og skrifa undir greinar sínar með fullu nafni. Ástæðan er sú að þegar pistlar á slíku vefriti eru ónafngreindir er ómaklega gefið í skyn að inntak þeirra endurspegli skoðanir og stefnu ungra jafnaðarmanna almennt.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka