Opinber starfsmaður bendlar trúleysingja við ógnarstjórn Stalíns

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Fyrir nokkrum klukkutímum loguðu netheimar af því að þáttastjórnandi í íþróttaþætti lét eftirfarandi ógætilegu orð falla í beinni útsendingu: „Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 – að slátra Austurríkismönnum“. Þáttastjórnandinn baðst afsökunnar nokkrum mínútum síðar og virtist átta sig á því að svona ætti alls ekki að tala. Engu að síður eru margir enn ósáttir við að …

Bréf til Brynjars Níelssonar um veraldlegt samfélag

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Kæri Fésbókarvinur, Brynjar Níelsson Eftir að hafa lesið hugvekju sem þú fluttir í Seltjarnarneskirkju á fyrsta degi ársins 2014 efast ég stórlega um að þú skiljir hugtök á borð við trúfrelsi, veraldlegt samfélag og gagnrýni. Kannski ertu bara að tala gegn betri vitund. Hvað veit ég? Hverjar sem ástæðurnar fyrir málflutningi þínum eru þá hef ég áhyggjur af honum. Ég er …

Skráðu þig í Siðmennt fyrir 1. desember

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Ef þú styður fullt trúfrelsi og veraldlegt samfélag hvet ég þig til að skrá þig í lífsskoðunarfélagið Siðmennt hjá Þjóðskrá fyrir 1. desember næstkomandi. Fjöldi meðlima 1. desember ákvarðar hversu mikið félagið fær í sóknargjöld. Siðmennt er eina félagið sem fær sóknargjöld sem berst beinlínis gegn þeim. Siðmennt vill fullt trúfrelsi og þar með afnema sóknargjaldakerfið! Þann 3. maí síðastliðinn …

Barátta Sjálfstæðisflokksins gegn frelsinu

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Ávarp Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra á kirkjuþingi á laugardaginn staðfestir að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur frelsisins fyrir fimmaura.  Rétt eins og margir aðrir talsmenn flokksins virðist ráðherrann ekki skilja hugtakið trúfrelsi eða vera beinlínis á móti því. Hanna Birna kvartar yfir því að settar hafi verið reglur sem banna trúariðkun og trúboð í opinberum grunnskólum. Í skólum sem eiga að …

Sjálfkrafa skráning barna í stjórnmálaflokka

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Það þarf nauðsynlega að setja lög á Íslandi sem fjalla um sjálfkrafa skráningu barna í stjórnmálaflokka. Sumum finnst þessi hugmynd fáránleg en ég skil ekki af hverju. Búum við ekki í lýðræðisríki? Eru Íslendingar ekki lýðræðisþjóð? Í 1.gr. stjórnarskrárinnar segir orðrétt: „Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn.“ Þetta segir í fyrstu greininni en ekki til dæmis í 62. grein eða …

Siðmennt er á móti sóknargjöldum

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Stjórn Siðmenntar sendi þingmönnum allra flokka bréf í gær þar sem afstaða félagsins til trúfrelsismála er ítrekuð. Í bréfinu  er lögð sérstök áhersla á þá skoðun félagsins að ríkið eigi að hætta að greiða skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum sóknargjöld. Þetta kann að koma sumum á óvart þar sem Siðmennt fékk nýverið stöðu skráðs lífsskoðunarfélags og er því aðili að sóknargjaldakerfinu. …

Má fólk ekki hafa skoðanir?

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Ræða flutt á mannréttindahátíðinni Glæstar vonir laugardaginn 28. september 2013. Þegar Siðmennt var boðið að taka þátt í þessum ágæta viðburði tók ég það að mér að koma fyrir hönd félagsins og segja nokkur orð. Ég var viss um að ég hefði margt að segja og gæti örugglega talað í klukkutíma. Svo settist ég niður og byrjaði að flokka hugsanir …

Telur biskupinn að samkynhneigð sé synd?

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, var í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Margar spurningar vöknuðu í huga mér. Ætlar biskup virkilega að taka þátt í Hátíð vonar með Franklin Graham? Telur biskup Íslands að samkynhneigð sé synd? Heldur biskup virkilega að Þjóðkirkjan hafi verið í fararbroddi í baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks á Íslandi? Var bara „kannski óheppilegt“ að …