Nýr páfi – sömu fordómarnir
„New pope – same as the old pope“ gæti einhver sagt um tíðindi dagsins. En rétt í þessu var argentínski kardínálinn Jorge Mario Bergoglio kosinn páfi. Trúbræður hans í Róm…
„New pope – same as the old pope“ gæti einhver sagt um tíðindi dagsins. En rétt í þessu var argentínski kardínálinn Jorge Mario Bergoglio kosinn páfi. Trúbræður hans í Róm…
Merkilegt hefur verið að fylgjast með umræðum síðustu daga um hjónavígslur samkynhneigðra. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hefur hvatt ríkisstjórnina sérstaklega til að samþykkja ekki lög sem heimila trúfélögum almennt að gefa saman samkynhneigð pör. Fjöldi guðfræðinga og presta á vegum Þjóðkirkjunnar hafa tekið undir orð biskups. Þeir hvetja yfirvöld til að “bíða” með réttarbætur til handa samkynhneigðum þar til Þjóðkirkjan er “tilbúin” til þess að taka afstöðu.
Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi veitti Samtökunum ´78 húmanistaviðurkenningu ársins 2005 til heiðurs ötulli baráttu Samtakana fyrir almennum mannréttindum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Siðmennt veitir þessa viðurkenningu sem ætlunin er að veita árlega eftirleiðis. Viðurkenningin var afhent síðastliðinn föstudag á góðum fundi sem haldinn var á Kaffi Reykjavík.
Stjórn Siðmenntar sendi frá sér ályktun í dag þar sem hún fagnar tillögum nefndar forsætisráðherra um réttarstöðu samkynhneigðra á Íslandi. Það er verulega áhugavert og gefandi að fá að taka þátt í starfsemi Siðmenntar þar sem baráttan fyrir frelsi og almennum mannréttindum er, og hefur alltaf verið, ofarlega á baugi.
Margrét Pála Ólafsdóttir hélt frábært ávarp á Hinsegin dögum síðastliðinn laugardag. Í ræðu sinni fjallar hún m.a. um fordóma gagnvart samkynhneigðum og hvetur þá sem hafa slíka fordóma til sýna það hugrekki að koma út úr skápnum. ,,Ég hvet íslenska fordóma til að koma úr felum – Það er ekki amalegt að feta út úr skápnum með þeim húsbændunum í Vatíkaninu og Washington!“ Ræða Margrétar Pálu er í heild sinni hér fyrir neðan:
Reykjavíkurborg hefur fengið leyfi hjá mér til að birta myndirnar sem ég tók á Hinsegin dögum á vefsíðu sinni. Hægt er að lesa umfjöllun um hátíðna á www.reykjavik.is.
Það var virkilega gaman að sjá hve margir mættu til að taka þátt í Hinsegin dögum í dag þrátt fyrir hellidembu. Það var örugglega sett met í regnhlífanotkun í dag. Eins og venja er var skrúðgangan litskrúðug og fjörug og mikið um dýrðir.
Það kann að hljóma undarlega en í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna, landi frelsisins, er samkynhneigð bönnuð með lögum! Nú hefur þessu fáránlega banni verið aflétt í Texasfylki*, íhaldsmönnum til mikillar geðshræringar. Robert Knight, sem er framkvæmdastjóri Menningar- og fjölskyldustofnunarinnar (íhaldsamt smáborgarafélag með kristnu ívafi), telur að með lagabreytingunni fari allt til fjandans.