Kosningahugleiðing: Frjálshyggjan í felum

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Það versta við íslenska pólitík er skortur á hugmyndafræði. Það virðist vera sjaldgæft að almennir kjósendur hafi sterka skoðanir á pólitískri hugmyndafræði, en algengara að þeir hafi skoðanir á flokknum sínum og forystumönnum. Stuðningur við stjórnmálaflokka byggist því miður oft á hjarðmennsku fremur en pólitískum hugmyndum eða lífssýn. Það sem verra er þá fórna margir stjórnmálamenn eigin hugmyndafræði miskunnarlaust fyrir …

Með tárin í augunum

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Það er hálf kómískt að sjá hvern sjálfstæðismanninn á eftir öðrum með tárin í augunum þessa dagana. Foringinn er hættur og viðbrögðin jafnast á við smækkaða útgáfu af þeirri einræðisherralotningu sem er svo algeng í ríkjum þar sem kommúnisminn blómstrar. Hafið þið til dæmis ekki séð fréttamyndir frá Norður-Kóreu þar sem borgarar landsins keppast við að mæra foringjann og þakka …

Spurt og svarað um yfirlýsingu Þjóðarhreyfingarinnar

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar1 skoðun

Þjóðarhreyfingin hóf fyrir nokkrum dögum söfnun til að fjármagna birtingu yfirlýsingar í New York Times til að kynna þá staðreynd að stuðningur íslenskra stjórnvalda við innrásina í Írak endurspeglar ekki vilja íslensku þjóðarinnar. Strax eftir að átak Þjóðarhreyfingarinnar var kynnt hófst afskaplega ómálefnaleg umræða um átakið. Þeir sem standa að átakinu eru sakaðir um að tala í “nafni allra Íslendinga”, …

Svalir siðleysingjar

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ungir frjálshyggjumenn hafa sett upp vefsíðu til minningar um morðingjann og “alþýðuhetjuna” Che Guevara. Ég mæli eindregið með þessari síðu. Það er óþolandi að sjá yfirlýsta vinstrisinnaða friðarsinna ganga um í bolum merkta þessum morðingja. Ég hvet frjálshyggjumenn til að fjalla næst um siðblindingjann, og frelsisgyðju margra frjálshyggjumanna, Margaret Thatcher. Thatcher er meðal annars þekkt fyrir að vera náinn vinur …

“Vinstrivilla” skekur Heimdall

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Síðastliðinn laugardag átti sér stað sá sögulegi atburður að hægrikratar náðu völdum í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. En eins og þeir sem hafa fylgst með íslenskum stjórnmálum vita hefur Heimdallur lengi vel verið sterkasta vígi íslenskra frjálshyggjumanna. Ekki lengur. Bolli Skúlason Thoroddsen, nýkjörinn formaður Heimdallar, er eins og svo margir félagar hans á deiglan.com, hægrikrati ekki frjálshyggjumaður.

Vindhaninn galar

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ég kemst ekki hjá því að brosa út í annað þegar ég hlusta á gervifrjálshyggjumanninn Hannes Hólmstein Gissurarson fara mikinn í fjölmiðlum þessa dagana í umræðum um fjölmiðlafrumvarp forsætisráðherra. Þessi dyggi aðdáandi Miltons Friedmans, Hayeks og nú, að mér virðist, Marxs líkist alltaf meir og meir því sem hann sakar andstæðinga sína svo oft um að líkjast. Vindhana.