Sókn gegn hægrivillum sjálfstæðismanna

Samband ungra sjálfstæðismanna birtir kostulega auglýsingu á Facebook síðu sinni um komandi málþing félagsins. Fyrirsögnin er „SÓKN GEGN SÓSÍALISMA“ og með fylgja myndir af sossunum í pólitík víðs vegar um heiminn. Þar á meðal eru Jóhanna, Steingrímur J., Ögmundur og Obama. Hvað getur maður sagt um þessa vitleysu? Margt.

1)      Ef Obama er sósíalisti þá er Ísland Norður Kórea. (meira…)

Útúrsnúningur og áróður

Umræðan síðustu daga um Siðmennt og meint stefnumál félagsins hefur verið ótrúleg. Þrátt fyrir ítrekaðar leiðréttingar halda launaðir þjónar kirkjunnar áfram að snúa út úr orðum Siðmenntarmanna. Það er allt að verða vitlaust í bloggheiminum út af þeirri einföldu kröfu Siðmenntar ríkið sé hlutlaust í trúmálum.

Ég hvet lesendur sérstaklega til að lesa eftirfarandi guðfræðingablogg (Athugið að mikilvægt er að lesa andsvörin sem birtast í athugasemdakerfum líka. Það er mikið reynt til að snúa út úr málflutningi okkar í sjálfum greinunum).

(meira…)

Ungir róttæklingar bjarga heiminum

Það er komið að því. Árlegur dagur hneykslunar og vandlætingar er runninn upp hjá Ungum Sjálfstæðismönnum. Þessir róttæklingar láta ekki fátækt, félagsmál eða styrjaldarbrölt hækka í sér blóðþrýstinginn, en þegar kemur að opinberum upplýsingum um skattgreiðslur Íslendinga missa þeir þolinmæðina. Hingað og ekki lengra. Fyrir nokkrum árum hlekkjuðu þeir sig við skítug skattaskjöl en nú hafa þeir fengið sig fullsadda á yfirgangi yfirvalda. Þeir hafa nú mætt með gestabók niður á tollstofu til að mótmæla óréttlætinu. Hvar værum við án þessara róttæklinga? Líklegast á lista hinna viljugu þjóða fylgjandi stríðinu í Írak…

(meira…)

Femínistar, frjálshyggjumenn og fóstureyðingar

Áhugaverð ritdeila er nú í gangi á netinu á milli Sóleyjar Tómasdóttur, ofurfemínista, og Gísla Freys Valdórssonar, íhaldsfrjálshyggjumanns, um fóstureyðingar. Sóley kvartar yfir því fóstureyðingar, sem hún segir grunnþjónustu, kosti notendur pening á meðan Gísli Freyr líkir fóstureyðingum við fegrunaraðgerðir sem sjálfsagt sé að rukka fyrir. Deilan er hluti af stærra siðferðilegu álitamáli um hvort fóstureyðingar eigi almennt að vera heimilaðar. Gísli Freyr er eins og aðrir íhaldsmenn „andvígur fóstureyðingum“ að siðferðislegum ástæðum á meðan femínistar eru almennt þeirrar skoðunar að konur eigi að geta eytt fóstri sé það þeirra ósk.

Á meðan ég hef ekki sömu áhyggjur og Sóley af því að notendur þurfi að greiða tæpan 5000 kall fyrir það að láta eyða fóstri þá hef ég meiri áhyggjur af afstöðu íhaldsmanna til þessa viðkvæma máls. Ég geri hér því tilraun til að svara nokkrum hugleiðingum Gísla Freys og vísa svo í nokkrar greinar sem fjalla um hvort það sé alltaf siðferðilega rangt að eyða fóstrum.

(meira…)

Um mótmælaaðgerðir

Ég velti því stundum fyrir mér eðli mótmælaaðgerða. Af hverju eru vinstri menn svona duglegir að fara í körfugöngur gegn umhverfisspjöllum og við að hlekkja sig við gröfur og aðrar vinnuvélar? Af hverju leggja hægri menn það á sig reglulega að hlekkja sig við skattframtöl og hindra frelsi almenning til að hnýsast um skattframlag samborgara sinna?

Nú get ég alveg skilið andstöðu fólks við náttúruspjöll og ég hef samúð með þeirri skoðun að tekjur einstaklinga eigi að vera einkamál. Það sem ég skil ekki er að nokkrum manni þyki þessi mál vera þess eðlis að nauðsynlegt sé að fara í rótækar mótmælaaðgerðir. Fyrir mér er svo margt alvarlegra í okkar samfélagi.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka