Um Nei ráðherra

Sigurður Hólm GunnarssonNei-Um þáttinn

Nei ráðherra er útvarpsþáttur þar sem fjallað er um þjóðfélagsmál útfrá hugsjónum og ekki síður hugmyndafræði. Rætt verður við áhugaverða einstaklinga sem hafa sterkar skoðanir á þjóðfélagsmálum og þeir spurðir um hugmyndafræði sína og baráttumál. Þátturinn er á Útvarpi sögu alla föstudaga milli klukkan 17 til 18. Stjórnendur þáttarins eru Sigurður Hólm Gunnarsson, Haukur Örn Birgisson og Hinrik Már Ásgeirsson.

Björn Bjarnason í Nei ráðherra

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt, Nei ráðherra

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra verður gestur Nei ráðherra næstkomandi föstudag, 5. mars. Fjallað verður meðal annars um refsingar, tilgang þeirra og samræmi, forsetaembættið, milliliðalaust lýðræði, varnarmál, aðskilnað ríkis og kirkju og sitt hvað fleira. Upptaka: Björn Bjarnason í Nei ráðherra  Nánari umfjöllun er að finna hér: Refsingar, erfðasyndin, trúfrelsið og menningin