Lærdómsríkt ferðalag

Það má varla búast við því að mörg íslensk tár munu falla á morgun þegar fjöldamorðinginn og Íslandsvinurinn Li Peng hverfur af landi brott. Þó að mér hafi þótt Peng vera nokkuð dónalegur í gær þegar hann hunsaði móttökunefnd íslenskra ungliða sem sungu svo fallega fyrir hann ,,Human rights have no borders“ þá má með sanni segja að margt hefur áorkast á ferðalagi hans. Li Peng hefur til dæmis fengið að kynnast því hvernig íslensk alþýða hefur það og það sem merkilegra er þá lærðu íslensk stjórnvöld í leiðinni hvernig á að „hliðra til“ réttindum fólksins svo þjóðarleiðtogar geti óhindrað fengið sér kaffi og með því með lítilmagnanum.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka