Um trúfræðslu og trúboð í skólum

Evrópunefnd sem vinnur gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi gaf út skýrslu nú fyrir skömmu um stöðu mála á Íslandi. Í skýrslunni er kristinfræðikennsla í skólum gagnrýnd. Kristinfræðslan er skyldufag sem kann að valda fordómum og getur verið erfitt fyrir foreldra að sækja um undanþágu fyrir börnin sín.

(meira…)

Orsök eineltis

Menn hafa eðlilega mjög misjafnar skoðanir á orsökum eineltis, og þar með hvað hægt er að gera til að koma í veg að það eigi sér stað. Algeng skoðun er sú að einelti sé foreldrum að kenna: ,,Foreldrar kunna ekki að aga börnin sín,“ ,,Börn læra ekki lengur góða siði heima hjá sér,“ o.s.frv.

(meira…)

Hefur einkarekstur brugðist?

Það er ekki frá því að manni virðist sem að sumir stjórnmálamenn hrósi sigri yfir þeim deilum sem hafa átt sér stað í Áslandsskóla síðustu daga. Fulltrúar Samfylkingar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, sem alltaf hafa verið á móti einkarekstri skólans, vilja nú ólmir nota tækifærið og rifta samningi Hafnarfjarðarbæjar við Íslensku menntasamtökin um rekstur skólans. Hér virðist vera meiri áhersla lögð á hugmyndafræðilegan rétttrúnað en umhyggju fyrir þróun og uppbyggingu í skólamálum.

(meira…)

Fyrirlestur um menntamál

Ég fór í hádeginu á áhugaverðan fyrirlestur um hagfræði menntunar sem Dr. Sveinn Agnarsson, sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun, hélt. Hann benti réttilega á að stóran hluta hagvaxtar má rekja til menntunar og að því er menntun ekki aðeins hagkvæm fyrir einstaklinginn heldur fyrir samfélagið í heild sinni. Vel menntað fólk verður síður atvinnulaust, hefur hærri tekjur, hugsar betur um heilsu sína, er víðsýnna og umburðalyndara og margt fleira mætti benda á. Út frá þessu má fullyrða að fjárfesting ríkisvaldsins í menntun er arðbær fjárfesting.

(meira…)

Áhugaverð menntastefna

Áform bæjarmeirihlutans í Hafnarfirði um að bjóða út rekstur eins skóla, Áslandsskóla, þar í bæ hafa valdið miklu fjaðrafoki af hálfu stjórnarandstæðinga. Hefur meirihlutinn m.a. verið sakaður um að vilja gera tilraunir á börnum. Nú hafa Íslensku menntasamtökin boðið í rekstur skólans, en þessi samtök standa fyrir nýrri og áhugaverðri hugsun í menntamálum.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka