Fyrsta greinin mín :)

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ég var að skoða greinasafn Morgunblaðsins í gær og rakst þar á eldgamla grein eftir mig og Brynjólf Þór félaga minn. Greinin er skrifuð 1996 og líklegast fyrsta greinin sem ég á sem send er til birtingar í dagblaði. Greinin fjallar um kennsluhætti og kröfu um betri kennslu í skólum landsins.

Orsök eineltis

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Menn hafa eðlilega mjög misjafnar skoðanir á orsökum eineltis, og þar með hvað hægt er að gera til að koma í veg að það eigi sér stað. Algeng skoðun er sú að einelti sé foreldrum að kenna: ,,Foreldrar kunna ekki að aga börnin sín,“ ,,Börn læra ekki lengur góða siði heima hjá sér,“ o.s.frv.

Hefur einkarekstur brugðist?

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Það er ekki frá því að manni virðist sem að sumir stjórnmálamenn hrósi sigri yfir þeim deilum sem hafa átt sér stað í Áslandsskóla síðustu daga. Fulltrúar Samfylkingar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, sem alltaf hafa verið á móti einkarekstri skólans, vilja nú ólmir nota tækifærið og rifta samningi Hafnarfjarðarbæjar við Íslensku menntasamtökin um rekstur skólans. Hér virðist vera meiri áhersla lögð …

Fyrirlestur um menntamál

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ég fór í hádeginu á áhugaverðan fyrirlestur um hagfræði menntunar sem Dr. Sveinn Agnarsson, sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun, hélt. Hann benti réttilega á að stóran hluta hagvaxtar má rekja til menntunar og að því er menntun ekki aðeins hagkvæm fyrir einstaklinginn heldur fyrir samfélagið í heild sinni. Vel menntað fólk verður síður atvinnulaust, hefur hærri tekjur, hugsar betur um heilsu sína, …

Námskráin og trúboð

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Það hefur verið skilningur manna í hinum vestræna heimi um þó nokkurn tíma að skólar sem fjármagnaðir eru með opinberu fé skuli vera hlutlausir og um leið veraldlegar stofnanir. Markmið stjórnvalda á að vera að vernda rétt manna til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Þess vegna er mikilvægt námsefni í opinberum skólum sé hlutlaust, laust við …

Áhugaverð menntastefna

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Áform bæjarmeirihlutans í Hafnarfirði um að bjóða út rekstur eins skóla, Áslandsskóla, þar í bæ hafa valdið miklu fjaðrafoki af hálfu stjórnarandstæðinga. Hefur meirihlutinn m.a. verið sakaður um að vilja gera tilraunir á börnum. Nú hafa Íslensku menntasamtökin boðið í rekstur skólans, en þessi samtök standa fyrir nýrri og áhugaverðri hugsun í menntamálum.

Aðskiljum skóla og kirkju

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

,,Kristin trú á sér rætur í sögulegum atburðum, allt frá tímum Gamla testamentsins, sem ná hámarki í lífi og starfi, dauða og upprisu Jesú Krists.“ Þetta er ein af mörgum vafasömum setningum sem eru að finna, ekki á heimasíðu sértrúarsöfnuðar heldur, í námskrá Björns Bjarnasonar um grunnskólann. Við á Skoðun höfum reglulega bent á siðleysið sem felst í því að …