Heimspeki á að vera skyldufag í skólum

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Tveir þingmenn Hreyfingarinnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um heimspeki sem skyldufag í grunn- og framhaldsskóla. Segir í tillögunni: „Alþingi ályktar að fela mennta- og menningarmálaráðherra að breyta aðalnámskrám grunnskóla og framhaldsskóla þannig að heimspeki verði skyldufag. Kenndur verði að meðaltali einn áfangi á hverjum tveimur árum á grunnskólastigi og að meðaltali einn áfangi á hverju skólaári á framhaldsskólastigi.“ Þetta er …

Forseti Gídeonfélagsins berst gegn öfgatrúleysinu

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Fjalar Freyr Einarsson, forseti Gídeonfélagsins, skrifar grein í Fréttablaðið í gær um þá tillögu Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar að settar verði reglur um trúboð og trúariðkun í opinberum skólum. Fjalar Freyr skrifar undir greinina sem kennari en minnist ekki á það einu orði að hann er forseti Gídeonfélagsins. Hann minnist heldur ekki á það að hann hefur áður skrifað greinar þar sem …

Biskupsfulltrúa svarað

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Í laugardagsblaði Morgunblaðsins 4. desember sl. er fjallað um athugasemdir Gísla Jónassonar, prófasts og fulltrúa biskups, við tillögu Mannréttindaráðs Reykjavíkur að reglum um samskipti leik- og grunnskóla og frístundaheimila við trúar- og lífsskoðunarfélög. Gísli er afar ósáttur við tillöguna og hyggst leita réttar síns fyrir dómstólum verði hún samþykkt óbreytt. Ekki er ljóst hvort Gísli hefur lesið tillöguna sem hann …

Hálka á velferðarbrúnni?

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Það er stórkostleg hálka á velferðarbrúnni ef Sjúkratryggingar Íslands ætla að hætta að bjóða upp á nauðsynlega heimahjúkrun fyrir langveik og fötluð börn eins og fram kemur í fréttum.  Ég trúi varla að þetta sé satt.  Veit Jóhanna af þessu? Það hlýtur að eiga að veita þessa þjónustu áfram með einhverjum hætti. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að heilsugæslan og Landspítalinn eigi …

Ísland í bítið fjallar um trúboð í skólum – opið bréf

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Góðan dag morgunhanar í Íslandi í bítið á Bylgjunni (Heimir, Kolbrún og Þráinn), Ég vil byrja á því að þakka ykkur fyrir oft góðan þátt. Ég á þó til með að gagnrýna ófaglega og hlutdræga umfjöllun ykkar um tillögu Mannréttindaráðs þess efnis að trúboð og trúariðkun fari ekki fram í opinberum skólum. Í þætti ykkar í gær fjölluðuð þið ekki …

Þjóðkirkjan er á móti því að banna ekki-trúboð í opinberum skólum

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Í fjölmiðlum í dag vísar Halldór Reynisson, fræðslustjóri á Biskupsstofu, því alfarið á bug að trúboð sé stundað í opinberum skólum. Þetta eru viðbrögð hans við þeim tillögum Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar að fermingafræðsla Þjóðkirkjunnar fari fram utan skólatíma, að bannað verði að dreifa trúarlegu efni í opinberum skólum og sömuleiðis verði starfsmönnum trúfélaga bannað að koma inn í skólana með trúarlegan …