Áfram um meðferðarmál barna og unglinga

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Í gær fjallaði Kastljós RÚV um tillögur að úrbætum í meðferðarmálum barna og unglinga í vímuefnavanda. Var meðal annars tekið stutt viðtal við undirritaðan. Ég hvet fólk til að skoða umfjöllun Kastljóssins. Mikilvægt er að skapa gagnlega umræðu um málefni ungs fólks í vanda. Unga fólkið gleymist oft og lítið er fjallað um málefni þeirra fyrir kosningar. Ég bendi hér …

Brotalamir í barnaverndarmálum

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar2 skoðanir

Í Kastljósinu í gær var fjallað um barnaverndarmál og þá sérstaklega skort á viðeigandi úrræðum fyrir börn í vanda.  Ég tek undir það að ákveðinn skortur er á þjónustu við hæfi fyrir börn sem eru í neyslu, afbrotum og ekki síður fyrir þau börn sem eiga við geðrænan vanda og eða fötlun að stríða. Þessi umræða er gríðarlega mikilvæg. Þó …

Hagsmunasamtök barna bjóða ekki fram til Alþingis

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar5 skoðanir

Ég veit að kosningabaráttan er hátíð sjálflægninnar þar sem fólk keppist um að fjalla um eigin einkahag. Allir vilja skattalækkun og skuldaniðurfellingu. Sérstaklega þeir sem eiga nóg af eignum og tóku sem mesta áhættu. Nú ætla ég ekki að draga í efa að margir eiga um sárt að binda fjárhagslega eftir hrunið sem þeir báru ekki ábyrgð á með beinum …

Stöðvum ofbeldi gegn börnum

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar2 skoðanir

Allt að fjögur þúsund börn verða fyrir heimilisofbeldi, kynferðislegu ofbeldi, vanrækslu, einelti og öðru ofbeldi á Íslandi á hverju ári ef marka má nýja skýrslu UNICEF um Réttindi barna á Íslandi. Sama hver nákvæmur fjöldi barnanna er þá er ljóst að ofbeldi hefur gríðarleg áhrif á bæði líðan og áhættuhegðun þeirra barna sem verða fyrir ofbeldinu. Oft vara áhrifin langt …

Börnin sem geta ekki búið heima

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar1 skoðun

Undanfarna tvo mánudaga hefur Ísland í dag fjallað um vistheimili fyrir börn og skammtímaheimili fyrir unglinga í Reykjavík, en ég veiti síðara heimilinu forstöðu. Ég fagna þessari umfjöllun. Mikilvægt er að almenningur, og ekki síður stjórnmálamenn, viti að á árinu 2013 býr fjöldi barna við erfiðar aðstæður og sum þeirra geta ekki búið heima. Mun meiri fjöldi en ég tel …

Trúarskoðanir geta ógnað almannahagsmunum

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt1 skoðun

Ég fékk óvænta gjöf í gær. Nýjasta tölublað af Tímariti kristilegs félags heilbrigðisstétta. Ég vissi ekki að þetta félag væri til en það hefur víst verið starfandi frá 1978. Af einskærri forvitni las ég blaðið í gegn. Í því er að finna almenna umfjöllun um trú, andlega þjónustu á heilbrigðisstofnunum og áherslur stjórnvalda í þeim efnum. Trú skiptir marga miklu …

Að vernda börn gegn níðingum

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar3 skoðanir

Það tók virkilega á að horfa á umfjöllun Kastljóssins í kvöld um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson sem að hefur ítrekað framið kynferðisbrot gagnvart börnum og unglingum. Ég dáist að fórnarlömbum mannsins sem í kvöld sögðu frá erfiðri reynslu sinni. Án opinnar umræðu breytist ekki neitt. Mikilvægt er að við lærum af þessari umfjöllun. Kynferðisafbrot gegn börnum er ekki bara eitthvað …

Styrktarsöfnun fyrir vinnuferð hjá Skammtímaheimili fyrir unglinga í Reykjavík

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt1 skoðun

Kæru lesendur Mig langar að biðja ykkur um að styðja mig og minn starfstað, Skammtímaheimili fyrir unglinga, til að komast í náms- og starfsferð til Bandaríkjanna í október næstkomandi. Nánari upplýsingar um skammtímaheimilið og tilgang ferðarinnar má sjá hér fyrir neðan. Töluvert fjármagn vantar uppá til þess að allir starfsmenn geti komist í ferðina. Til að fjármagna þessa ferð munum við …