Lögleiðing líknardráps er mannúðarmál

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Tekið var viðtal við Matthías Halldórsson, aðstoðarlandlækni, í fréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann lýsti því yfir að það væri fráleitt að leyfa líknardráp hér á landi. Ástæðurnar sem hann nefndi voru tvær. Fyrri ástæðan sem hann nefndi var “siðferðisleg” og gaf hann þannig í skyn að líknardráp væri í eðli sínu siðlaus verknaður. Þetta er rangt eins …

Um rasisma og ofbeldishótanir

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Rasistinn Ásgeir Hannes Eiríksson segist hafa fengið hótunarbréf frá “útlendingi” sent til sín vegna skoðana sinna. Ljótt ef satt er. Menn eiga aldrei að þurfa að líða hótanir vegna skoðana sinna, sama hversu gagnrýnisverðar skoðanir þeirra annars eru. Ásgeir sagði í DV í gær að lögreglan hefði brugðist skjótt við og “haft hendur í hári Ganaverjans”. Það er að vissu …

Umsóknir um stöðu hæstaréttardómara óskast

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Dómsmálaráðuneytið – fréttatilkynning Staða hæstaréttardómara losnar frá og með 15. október næstkomandi. Af þessum sökum óskar dómsmálaráðuneytið eftir umsóknum frá áhugasömum lögmönnum. Menntun og hæfniskröfur: 1. Umsækjendur þurfa að hafa lokið lögmannsprófi. 2. Umsækjendur þurfa að teljast hæfir samkvæmt áliti hæstaréttar. 3. Til að tryggja breidd í röðum hæstaréttadómara óskar dómsmálaráðherra sérstaklega eftir lögmönnum sem hafa víðtæka reynslu af lögmannsstörfum …

Ofsóknaróður löggjafi?

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Sú krafa Davíðs Oddssonar forsætissáðherra, og annarra sjálfstæðismanna, að sett verði íþyngjandi lög um fjölmiðla ber sterkan keim af ofsóknaræði. Frjálshyggjusinnaðir sjálfstæðismenn sem oftast eru á móti öllum samkeppnislögum virðast nú hlynntir lögum um fjölmiðla og íhaldssamir flokksbræður þeirra, sem hafa alltaf hatast út í þá hugmynd að opna bókhald stjórnmálaflokkana krefjast þess nú að eignarhald á fjölmiðlum verði gert …

Refsingar, erfðasyndin, trúfrelsið og menningin

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt, Nei ráðherra

Áhugaverðar og um leið skemmtilegar umræður spunnust milli þáttastjórnenda og Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, í þættinum Nei ráðherra á Útvarpi sögu síðastliðinn föstudag. Björn viðurkenndi meðal annars að hafa stutt hærri refsingar við fíkniefnabrotum þrátt fyrir að rannsóknir bendi til þess að slík hækkun dragi ekki úr glæpum, hann sagði glæpi vera afleiðingu erfðasyndarinnar og sagðist þeirrar skoðunar að …

Hugleiðingar um réttarríkið

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Síðastliðinn laugardagsmorgun gerði ég, undirritaður, tilraun til þess að kæra formann Félags íslenskra þjóðernissinna fyrir hótun sem ég fékk í símtali frá honum. En rannsóknarlögreglan var í fríi og enginn vildi taka við kvörtun minni. Þessi reynsla hefur valdið mér vissu hugarangri og velti ég því nú fyrir mér hvort nægilega vel sé staðið að löggæslu hér á landi.

Um eðli og áhrif refsinga

Bragi Freyr GunnarssonGreinar

Franskur sagnfræðingur að nafni Michel Foucault fjallaði um eðli refsinga og þróun þeirra í gegnum tíðina í bók sinni “Discipline and punish: The birth of prison” sem gefin var út árið 1977. Á fyrstu síðum bókarinnar lýsir hann á berorðan hátt opinberri pyndingu/aftöku á manni sem átti sér stað árið 1757 í París. Glæpurinn var morð. Maðurinn, sem bar nafnið …

Lög um persónuvernd

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Íslensk erfðagreining hefur loks fengið rekstrarleyfi fyrir gagnagrunn á heilbrigðissviði. Slíkur gagnagrunnur með víðtækum upplýsingum um þátttakendur er ómetanlegt tæki fyrir vísindamenn og á eflaust eftir að hafa víðtæk áhrif. Aukin þekking á orsökum sjúkdóma og erfðagalla og framþróun í lyfjaframleiðslu er meðal þeirra jákæðu afleiðinga sem upplýsingar úr gagnagrunni á heilbrigðissviði geta haft í för með sér. Ýmis siðferði- …