Stóri bróðir fylgist með þér

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar1 skoðun

Ljóst er að stóri bróðir fylgist með þér. En hver fylgist með stóra bróðir? Samkvæmt svari innanríkisráðherra við fyrirspurn á Alþingi þá hafa lögreglustjóraembætti landsins og og embætti sérstaks saksóknara óskað eftir heimild til hlerunar 875 sinnum frá ársbyrjun 2008. Nánast engum óskum embættanna hefur verið hafnað. Ekki hafa allir verið látnir vita eftir á að símar þeirra hafi verið …

Að vernda börn gegn níðingum

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar3 skoðanir

Það tók virkilega á að horfa á umfjöllun Kastljóssins í kvöld um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson sem að hefur ítrekað framið kynferðisbrot gagnvart börnum og unglingum. Ég dáist að fórnarlömbum mannsins sem í kvöld sögðu frá erfiðri reynslu sinni. Án opinnar umræðu breytist ekki neitt. Mikilvægt er að við lærum af þessari umfjöllun. Kynferðisafbrot gegn börnum er ekki bara eitthvað …

Ofbeldissamfélagið og skoðanakúgun

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar1 skoðun

Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað um ofbeldishótanir og ömurlega orðræðu á netinu. Hildur Lilliendahl hefur bent á fjölmargar beinar og óbeinar hótanir sem henni hafa borist og í gær segir Sóley Tómasdóttir frá svipaðri reynslu í DV.  Báðar neita þær að hætta að tjá sig þrátt fyrir eðlilegan ótta við að eitthvert fíflið geri alvöru úr hótunum sínum. Eiga þær …

Stríðið gegn fíkniefnum er stríð gegn venjulegu fólki

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar9 skoðanir

Hvenær ætlum við að skilja að stríðið gegn fíkniefnum er stríð gegn venjulegu fólki.  Þeir einu sem hagnast af þessu stríði eru ofbeldismenn, hrottar, lögfræðingar og stjórnmálamenn með einfaldar lausnir. Þeir sem tapa mest eru venjulegar fjölskyldur. Fullorðnir og börn. Reyndar helst þeir einstaklingar sem koma úr erfiðu félaglegu umhverfi. Fíkniefnastríðið er þannig einna helst stríð gegn fátæku og varnarlausu …

Lög um smálán tafarlaust

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt1 skoðun

Smálán eru hneyksli og það er ekkert því til fyrirstöðu að setja stranga löggjöf um slík lán, sem og reyndar önnur lán. Aðstöðumunur lánveitenda og lántakenda er gífurlegur og það er einmitt eitt af hlutverkum löggjafans að vernda almenna borgara gegn valdi fyrirtækja sem hafa efni á auglýsingum og rándýrum lögfræðingum. Sjá umfjöllun í Kastljósi

Að kunna að bera ábyrgð

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar18 skoðanir

Ég get ekki sagt að ég hafi verið mjög áhugasamur um Landsdómsmálið. Lögin um Landsdóm eru klúðursleg svo ekki sé meira sagt. Það er eitthvað rangt við að láta alþingismenn taka ákvörðun um að ákæra ráðherra, samstarfsmenn sína, vini og flokksbræður. Slíkt fyrirkomulag mun alltaf lykta af pólitík. Sama hvað hver segir. Ráðherrar verða þó, rétt eins og aðrir, að …

Klappað fyrir dauðarefsingum

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Í kvöld ætla yfirvöld í Georgíu í Bandaríkjunum að aflífa mann sem dæmdur er fyrir morð. Almenningur í BNA fagnar. Flestir styðja drápið. Í raun er það svo að um helmingur Bandaríkjamanna er fylgjandi dauðarefsingum árið 2011. Þetta þykir mér sorglegt og undarlegt. Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra aðdáendur Rick Perry forsetaframbjóðanda klappa fyrir því hvað Texas er …

Viðtalið við Aron Pálma

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ég mæli með viðtalinu við Aron Pálma sem birt var í Kastljósinu í fyrradag. Eins og flestir Íslendingar vita var Aron Pálmi dæmdur í 10 ára „betrunarvist“ árið 1997 í Bandaríkjunum fyrir kynferðis“glæp“ sem hann framdi aðeins 12 ára gamall. Það er ekki laust við að maður fyllist reiði í garð samfélags sem leyfir sér að dæma barn í fangelsi …