Um tjáningarfrelsið og ofbeldi

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Það er auðvelt að taka einfalda og svarthvíta afstöðu til flókinna mála. Ágætt dæmi er afstaða sumra til tjáningarfrelsisins. Annað hvort er algjört tjáningarfrelsi eða ekkert segja þeir. Samtökin 78 hafa kært nokkra einstaklinga fyrir hatursorðræðu og margir bregðast illa við. Jónas Kristjánsson ritstjóri (sem hefur sakað mig um hvatvísi) talar um „skoðanafasisma“ og „þöggunarkröfu“. Ég er almennt þeirrar skoðunar …

Má ég fá hjálp við að deyja? Hugleiðingar um líknardauða

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Í stuttu máli er niðurstaða mín sú að lögleiðing líknardráps með skýrum skilyrðum ætti ekki að vera íþyngjandi fyrir aðra og hægt er að haga málum þannig að litlar líkur séu á misnotkun. Skýr lög myndu ekki hafa nein bein áhrif á þá sem eru, af trúarlegum eða siðferðilegum forsendum, á móti líknardauða.

Með því að bjóða upp á líknardauða með skýrum skilyrðum er verið að bjóða upp á mannúðlegan valkost fyrir þá sem kjósa af yfirlögðu ráði að deyja með reisn og á eigin forsendum.

Þrjár spurningar um lekamálið

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ég er með þrjár, líklegast heimskulegar, spurningar um lekamálið mikla. Áhugavert væri að fá svör við þeim frá bæði lögfræðingum og blaðamönnum. 1) Er ekki ólöglegt að birta trúnaðargögn frá stjórnvöldum um einstaklinga án leyfis þeirra sem gögnin fjalla um? Ef það er ólöglegt, sem ég hefði haldið, hafa þá blaðamenn sem birta slíkar upplýsingar ekki brotið lög? Algerlega óháð …

Fordæming og útskúfun kynferðisafbrotamanna er ekki gagnleg

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Umræðan um kynferðisafbrot verður oft ansi tilfinningahlaðin af skiljanlegum ástæðum sem líklegast er óþarfi að nefna. Hvers kyns ofbeldi getur farið með mjög illa með brotaþola, jafnvel eyðilagt líf þeirra. Ákveðið umburðarlyndi gagnvart ofbeldisbrotum er enn til staðar og svo á samfélag okkar langa og ógeðfellda sögu um þöggun. Þolendur ofbeldis hafa of lengi þurft að bera skömmina á meðan …

Misskilningurinn um tjáningarfrelsið og gagnrýni

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Tjáningarfrelsið snýst um rétt allra til að láta í ljós skoðanir sínar. Hvorki meira né minna.* Tjáningarfrelsið fjallar ekki um rétt fólks frá því að heyra skoðanir annarra. Tjáningarfrelsið fjallar heldur ekki um að bera virðingu fyrir öllum skoðunum. Síst af öllu verndar tjáningarfrelsið fólk frá því að vera gagnrýnt. Dæmi 1: Þegar Gylfi Ægisson segir að Gleðigangan skemmi börn …

Hommahatursríkið Rússland hýsir uppljóstrara

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Uppljóstrarinn Edward Snowden hefur fengið tímabundið hæli í Rússlandi. Varla vegna þess að Pútín og rússneskum stjórnvöldum er annt um mannréttindi heldur af því þeim finnst gott að stríða Bandaríkjunum. Nú er bara að vona að drengurinn komi ekki út úr skápnum því kerfislægt hatur á samkynhneigðum er mikið í Rússlandi. Að sama skapi má varla búast við því að Snowden …

Opinberun Brynjars Níelssonar

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands, telur að það sé „enginn eðlismunur“ á því að yfirvöld skoði í leyni tölvupósta hjá saklausu fólki og að hið opinbera á Íslandi birti álagningaseðla samkvæmt lögum. Reyndar finnst honum „verra“ að álagningarseðlar séu gerðir opinberir meðal annars af því að í hans tilviki „reynast meiri persónulegar upplýsingar í skattframtalinu en …

Óundirbúin fyrirspurn um njósnir Bandaríkjamanna á íslenskum þegnum

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Getur einhver þingmaður lagt fram þessa fyrirspurn? Hefur háttvirtur utanríkisráðherra sent bandarískum yfirvöldum fyrirspurn um hvort fylgst hafi verið með íslenskum þegnum með því að hlera símtöl þeirra, skoða tölvupóst eða önnur persónuleg gögn? Ef svarið er nei þá spyr ég hvort ráðherrann telji ekki nauðsynlegt að fá fram þessar upplýsingar? Ef í ljós kemur að íslenskir þegnar hafa orðið …